Inter í úrslit Meistaradeildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2010 16:46 Það er fast tekist á eins og sjá má. Lucio rífur hér treyju Zlatans. Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira