Vongóðir um flug til Norðurlandanna í dag 19. apríl 2010 04:00 Aska frá Eyjafjallajökli hefur stöðvað flugumferð víða í Norður-Evrópu. Eldingar í gosstróknum voru mikið sjónarspil í fyrrinótt. Fréttablaðið/Vilhelm Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. Flugsamgöngur voru áfram í lamasessi víðast hvar í Norður-Evrópu í gær vegna gjósku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Icelandair og Iceland Express náðu þó að fljúga samtals sjö ferðir til Þrándheims í Noregi. Vonir standa til að hægt verði að fljúga frá Íslandi til Norðurlandanna og Bandaríkjanna í dag. Icelandair hefur boðað að flogið verði til Stokkhólms, Óslóar og Tampere í Finnlandi. Iceland Express reiknar með að hægt verði að fljúga til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante. Milljónir ferðamanna eru strandaglópar um heim allan eftir að flugsamgöngur lömuðust á fimmtudag í síðustu viku vegna gjósku frá Eyjafjallajökli. Samgönguyfirvöld í Evrópu vonast til að hægt verði að fljúga víða í Evrópu í dag eftir að breyttar vindáttir blésu öskunni frá Eyjafjallajökli að einhverju leyti frá meginlandinu. Alls er þó óvíst hvort og hvenær flugsamgöngur komast í eðlilegt horf. Nokkur stór flugfélög fengu í gær leyfi til að fljúga tilraunaflug. Engar skemmdir komu í ljós á þotunum vegna gosefna. Forsvarsmenn flugfélaganna hafa gagnrýnt að engar mælingar hafi verið gerðar á magni ösku sem borist hafi yfir Evrópu. Einungis hafi verið stuðst við útreikninga um væntanlegt útbreiðslusvæði öskunnar. Kostnaður flugfélaganna vegna flugbanns víða í Evrópu er talinn nema um 200 milljónum Bandaríkjadala, 25 milljörðum króna, á dag. Kostnaðurinn er því mögulega kominn vel yfir 100 milljarða króna, og mikill þrýstingur á flugmálayfirvöld að aflétta banninu, að hluta eða öllu leyti. „Það er augljóst að þetta gengur ekki lengur. Við getum ekki bara beðið eftir því að öskuskýið hverfi," sagði Siim Kallas, talsmaður samgöngumála hjá Evrópusambandinu, í Brussel í gær. Samgönguráðherra Frakklands tilkynnti í gær að ráðherrar frá öllum ríkjum Evrópu sem lokanirnar hafa náð til muni funda um ástandið í dag. Þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi áhrif á flugsamgöngur víða í Evrópu gengu samgöngur við alþjóðlegu geimstöðina snurðulaust fyrir sig. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA reiknar með að geimferjan Discovery lendi í Flórída í Bandaríkjunum í dag. brjann@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. Flugsamgöngur voru áfram í lamasessi víðast hvar í Norður-Evrópu í gær vegna gjósku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Icelandair og Iceland Express náðu þó að fljúga samtals sjö ferðir til Þrándheims í Noregi. Vonir standa til að hægt verði að fljúga frá Íslandi til Norðurlandanna og Bandaríkjanna í dag. Icelandair hefur boðað að flogið verði til Stokkhólms, Óslóar og Tampere í Finnlandi. Iceland Express reiknar með að hægt verði að fljúga til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante. Milljónir ferðamanna eru strandaglópar um heim allan eftir að flugsamgöngur lömuðust á fimmtudag í síðustu viku vegna gjósku frá Eyjafjallajökli. Samgönguyfirvöld í Evrópu vonast til að hægt verði að fljúga víða í Evrópu í dag eftir að breyttar vindáttir blésu öskunni frá Eyjafjallajökli að einhverju leyti frá meginlandinu. Alls er þó óvíst hvort og hvenær flugsamgöngur komast í eðlilegt horf. Nokkur stór flugfélög fengu í gær leyfi til að fljúga tilraunaflug. Engar skemmdir komu í ljós á þotunum vegna gosefna. Forsvarsmenn flugfélaganna hafa gagnrýnt að engar mælingar hafi verið gerðar á magni ösku sem borist hafi yfir Evrópu. Einungis hafi verið stuðst við útreikninga um væntanlegt útbreiðslusvæði öskunnar. Kostnaður flugfélaganna vegna flugbanns víða í Evrópu er talinn nema um 200 milljónum Bandaríkjadala, 25 milljörðum króna, á dag. Kostnaðurinn er því mögulega kominn vel yfir 100 milljarða króna, og mikill þrýstingur á flugmálayfirvöld að aflétta banninu, að hluta eða öllu leyti. „Það er augljóst að þetta gengur ekki lengur. Við getum ekki bara beðið eftir því að öskuskýið hverfi," sagði Siim Kallas, talsmaður samgöngumála hjá Evrópusambandinu, í Brussel í gær. Samgönguráðherra Frakklands tilkynnti í gær að ráðherrar frá öllum ríkjum Evrópu sem lokanirnar hafa náð til muni funda um ástandið í dag. Þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi áhrif á flugsamgöngur víða í Evrópu gengu samgöngur við alþjóðlegu geimstöðina snurðulaust fyrir sig. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA reiknar með að geimferjan Discovery lendi í Flórída í Bandaríkjunum í dag. brjann@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira