Vongóðir um flug til Norðurlandanna í dag 19. apríl 2010 04:00 Aska frá Eyjafjallajökli hefur stöðvað flugumferð víða í Norður-Evrópu. Eldingar í gosstróknum voru mikið sjónarspil í fyrrinótt. Fréttablaðið/Vilhelm Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. Flugsamgöngur voru áfram í lamasessi víðast hvar í Norður-Evrópu í gær vegna gjósku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Icelandair og Iceland Express náðu þó að fljúga samtals sjö ferðir til Þrándheims í Noregi. Vonir standa til að hægt verði að fljúga frá Íslandi til Norðurlandanna og Bandaríkjanna í dag. Icelandair hefur boðað að flogið verði til Stokkhólms, Óslóar og Tampere í Finnlandi. Iceland Express reiknar með að hægt verði að fljúga til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante. Milljónir ferðamanna eru strandaglópar um heim allan eftir að flugsamgöngur lömuðust á fimmtudag í síðustu viku vegna gjósku frá Eyjafjallajökli. Samgönguyfirvöld í Evrópu vonast til að hægt verði að fljúga víða í Evrópu í dag eftir að breyttar vindáttir blésu öskunni frá Eyjafjallajökli að einhverju leyti frá meginlandinu. Alls er þó óvíst hvort og hvenær flugsamgöngur komast í eðlilegt horf. Nokkur stór flugfélög fengu í gær leyfi til að fljúga tilraunaflug. Engar skemmdir komu í ljós á þotunum vegna gosefna. Forsvarsmenn flugfélaganna hafa gagnrýnt að engar mælingar hafi verið gerðar á magni ösku sem borist hafi yfir Evrópu. Einungis hafi verið stuðst við útreikninga um væntanlegt útbreiðslusvæði öskunnar. Kostnaður flugfélaganna vegna flugbanns víða í Evrópu er talinn nema um 200 milljónum Bandaríkjadala, 25 milljörðum króna, á dag. Kostnaðurinn er því mögulega kominn vel yfir 100 milljarða króna, og mikill þrýstingur á flugmálayfirvöld að aflétta banninu, að hluta eða öllu leyti. „Það er augljóst að þetta gengur ekki lengur. Við getum ekki bara beðið eftir því að öskuskýið hverfi," sagði Siim Kallas, talsmaður samgöngumála hjá Evrópusambandinu, í Brussel í gær. Samgönguráðherra Frakklands tilkynnti í gær að ráðherrar frá öllum ríkjum Evrópu sem lokanirnar hafa náð til muni funda um ástandið í dag. Þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi áhrif á flugsamgöngur víða í Evrópu gengu samgöngur við alþjóðlegu geimstöðina snurðulaust fyrir sig. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA reiknar með að geimferjan Discovery lendi í Flórída í Bandaríkjunum í dag. brjann@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. Flugsamgöngur voru áfram í lamasessi víðast hvar í Norður-Evrópu í gær vegna gjósku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Icelandair og Iceland Express náðu þó að fljúga samtals sjö ferðir til Þrándheims í Noregi. Vonir standa til að hægt verði að fljúga frá Íslandi til Norðurlandanna og Bandaríkjanna í dag. Icelandair hefur boðað að flogið verði til Stokkhólms, Óslóar og Tampere í Finnlandi. Iceland Express reiknar með að hægt verði að fljúga til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante. Milljónir ferðamanna eru strandaglópar um heim allan eftir að flugsamgöngur lömuðust á fimmtudag í síðustu viku vegna gjósku frá Eyjafjallajökli. Samgönguyfirvöld í Evrópu vonast til að hægt verði að fljúga víða í Evrópu í dag eftir að breyttar vindáttir blésu öskunni frá Eyjafjallajökli að einhverju leyti frá meginlandinu. Alls er þó óvíst hvort og hvenær flugsamgöngur komast í eðlilegt horf. Nokkur stór flugfélög fengu í gær leyfi til að fljúga tilraunaflug. Engar skemmdir komu í ljós á þotunum vegna gosefna. Forsvarsmenn flugfélaganna hafa gagnrýnt að engar mælingar hafi verið gerðar á magni ösku sem borist hafi yfir Evrópu. Einungis hafi verið stuðst við útreikninga um væntanlegt útbreiðslusvæði öskunnar. Kostnaður flugfélaganna vegna flugbanns víða í Evrópu er talinn nema um 200 milljónum Bandaríkjadala, 25 milljörðum króna, á dag. Kostnaðurinn er því mögulega kominn vel yfir 100 milljarða króna, og mikill þrýstingur á flugmálayfirvöld að aflétta banninu, að hluta eða öllu leyti. „Það er augljóst að þetta gengur ekki lengur. Við getum ekki bara beðið eftir því að öskuskýið hverfi," sagði Siim Kallas, talsmaður samgöngumála hjá Evrópusambandinu, í Brussel í gær. Samgönguráðherra Frakklands tilkynnti í gær að ráðherrar frá öllum ríkjum Evrópu sem lokanirnar hafa náð til muni funda um ástandið í dag. Þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi áhrif á flugsamgöngur víða í Evrópu gengu samgöngur við alþjóðlegu geimstöðina snurðulaust fyrir sig. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA reiknar með að geimferjan Discovery lendi í Flórída í Bandaríkjunum í dag. brjann@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira