Innlent

Wikileaks: Íslensk yfirvöld sparsöm þegar að herinn fór

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Carol van Voorst segir í skýrslunni að sendiráðið myndu fylgjast með hvort Íslendingar myndu draga sig í hlé á alþjóðavettvangi. Mynd/ GVA.
Carol van Voorst segir í skýrslunni að sendiráðið myndu fylgjast með hvort Íslendingar myndu draga sig í hlé á alþjóðavettvangi. Mynd/ GVA.
Utanríkisráðuneytið lagðist gegn því að Íslendingar veittu meiri styrk í uppbyggingu í Írak þegar fulltrúar sendiráðsins ræddu málið við fulltrúa sendiráðsins í mars 2006.

Í skýrslu frá sendiherranum, Carol van Voorst, kemur fram að Þórður Bjarni Guðjónsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, var spurður að því hvort Íslendingar myndu bæta eitthvað í stuðning við uppbyggingu í Írak. Þórður bendir þá á að Íslendingar hafi nýlega lagt áætlun Atlantshafsbandalagsins um þjálfun í Írak lið. Eftir ákvörðun Bandaríkjanna um að leggja niður herstöðina í Írak þurfi Íslendingar á öllu sínu sparifé að halda.

Í skýrslu sinni segir van Voorst að sendiráðið muni fylgjast með því hvort Íslendingar ætli markvisst að draga úr fjárframlögum til alþjóðlegs samstarfs í ljósi þess að Bandaríkin hafi neytt þá til að skera framlög við nögl. Van Voorst bætir því við að hún telji að í ljósi umsóknar Íslands að sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna telji hún að Ísland muni ekki draga sig í hlé á alþjóðavettvangi til langs tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×