Það gengur alls ekki nógu vel hjá styrktarþjálfurum ítalska liðsins Roma að koma Brasilíumanninum Adriano í toppform.
Hann mun því fá nýtt æfingaprógramm sem styrktarþjálfararnir vona að skili honum í toppform.
Adriano hefur náð að léttast nokkuð en þykir rokka fullmikið. Þess utan hefur hann verið að meiðast og því gengur verkefnið hægt.
Hann mun nú þurfa að stíga á vigt á hverjum degi og verður í einkaþjálfun upp á hvern einasta dag.