Keflvíkingar komnir í undanúrslit Subwaybikarsins eftir stórsigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2010 21:08 Guðjón Skúlason stýrði Keflavík til sigurs í kvöld gegn sínum gamla þjálfara. Mynd/Daníel Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík, 93-73, í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar höfðu mikla yfirburði allan leikinn og verða í pottinum ásamt Grindavík, ÍR og Snæfelli þegar dregið verður á miðvikudaginn. Keflvíkingar fóru illa með sína gömlu félaga sem nú spila með Njarðvíkurliðinu. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur frá 1997 til 2009, þjálfar Njarðvíkurliðið og með liðinu leika Magnús Þór Gunnarsson og Nick Bradford, margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík. Keflavíkurliðið hélt Njarðvíkingum í 13 stigum og 19 skotnýtingu (3 af 16) í fyrsta leikhluta og var komið með 21 stigs forskot í hálfeik, 51-30, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 30-17. Keflavíkurliðið náði mest 25 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum og sóknarleikur Njarðvíkur (7 af 30 í skotum + 13 tapaðir) var skelfilegur. Keflavíkurliðið skoraði síðan fimm fyrstu stig seinni hálfleiks og komst 26 stigum yfir, 56-30, og Njarðvíkingar áttu áfram fá svör við góðum leik nágranna sinna úr Keflavík. Njarðvík náði þó að minnka muninn í 18 stig, 72-54, fyrir lokaleikhlutann og munurinn varð minnstur 14 stig í fjórða leikhluta áður en Keflvíkingar kláruðu leikinn. Miklu munaði um það að Keflavíkurvörnin hélt lykilmönnum Njarðvíkur, Magnúsi Þór Gunnarssyni og Jóhanni Árna Ólafssyni, í samtals 6 stigum í fyrstu þremur leikhlutanum en þeir félagar hittu aðeins úr 2 af fyrstu 18 skotum sínum í leiknum. Magnús Þór skoraði síðan 5 stig í lokaleikhlutanum og bjargaði andlitinu. Draelon Burns var atkvæðamestur í Keflavíkurliðinu með 29 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, Gunnar Einarsson skoraði 23 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Nick Bradford var með 16 stig, 14 fráköst og 5 villur hjá Njarðvík, Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 11 stig og Páll Kristinsson var með 10 stig. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík, 93-73, í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar höfðu mikla yfirburði allan leikinn og verða í pottinum ásamt Grindavík, ÍR og Snæfelli þegar dregið verður á miðvikudaginn. Keflvíkingar fóru illa með sína gömlu félaga sem nú spila með Njarðvíkurliðinu. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur frá 1997 til 2009, þjálfar Njarðvíkurliðið og með liðinu leika Magnús Þór Gunnarsson og Nick Bradford, margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík. Keflavíkurliðið hélt Njarðvíkingum í 13 stigum og 19 skotnýtingu (3 af 16) í fyrsta leikhluta og var komið með 21 stigs forskot í hálfeik, 51-30, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 30-17. Keflavíkurliðið náði mest 25 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum og sóknarleikur Njarðvíkur (7 af 30 í skotum + 13 tapaðir) var skelfilegur. Keflavíkurliðið skoraði síðan fimm fyrstu stig seinni hálfleiks og komst 26 stigum yfir, 56-30, og Njarðvíkingar áttu áfram fá svör við góðum leik nágranna sinna úr Keflavík. Njarðvík náði þó að minnka muninn í 18 stig, 72-54, fyrir lokaleikhlutann og munurinn varð minnstur 14 stig í fjórða leikhluta áður en Keflvíkingar kláruðu leikinn. Miklu munaði um það að Keflavíkurvörnin hélt lykilmönnum Njarðvíkur, Magnúsi Þór Gunnarssyni og Jóhanni Árna Ólafssyni, í samtals 6 stigum í fyrstu þremur leikhlutanum en þeir félagar hittu aðeins úr 2 af fyrstu 18 skotum sínum í leiknum. Magnús Þór skoraði síðan 5 stig í lokaleikhlutanum og bjargaði andlitinu. Draelon Burns var atkvæðamestur í Keflavíkurliðinu með 29 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, Gunnar Einarsson skoraði 23 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Nick Bradford var með 16 stig, 14 fráköst og 5 villur hjá Njarðvík, Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 11 stig og Páll Kristinsson var með 10 stig.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira