Button: Sá sem klikkar minnst verður meistari 16. september 2010 16:04 Jenson Button hjá McLaren er núverandi meistari. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að þolgæði verði lykillinn að því að ná meistaratitlinum í Formúlu 1 í ár, en fjórir ökumenn auk hans eiga möguleika á titlinum. Mark Webber er efstur í stigamótinu á undan Lewis Hamilton, Alonso, Button og Sebastian Vettel. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í síðustu keppni og bætti stöðu sína í stigamótinu. "Ég nýtti tækifærið báðum höndum og náði í átján stig á degi þar sem Lewis fékk núll, Mark átta og Sebastian tólf. Núna skoðar maður stigatölfuna og hugsar. Vá, hvernig getur þetta verið svona jafnt? Eftir Spa sögðu allir að þetta yrði á milli Lewis og Mark, en ég sé fyrir mér að þetta verði slagur til síðasta móts", sagði Button í frétt á autosport.com, en vitnað er í umsögn Buttons á vefsíðu hans. "Ég held að við höfum séð að enginn einn ökumaður á eftir að labba í burtu með titilinn, þetta verður slagur til enda. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig og ég held að ökumenn muni ekki bara safna einhverjum stigum. Það er ekki eðli kappakstursökumanns. Ég fann fyrir þessu í fyrra , þar sem ég vissi að ég þyrfti bara að ná í ákveðið magn af stigum. En trúlega reynir það meira á, en að taka á öllu sem maður á og stefna á toppárangur." "Í fyrra var ég fjórtándi á ráslínu í Interlagos og hafði engu að tapa og liðsfélagi minn var fremstur á ráslínu. Ég tók á öllu og það frelsaði hugann og sú reynsla mun hjálpa mér í ár. Það er mikilvægt að vera þolgóður og bíllinn verður að vera traustur. Þá verður að vanda vel valið varðandi uppsetningu bílsins og keppnisáætlunarinnar. Við erum keppnismenn og munum því keppa, en pressan er á öllum. Engin okkar má gera mistök. Sá sem klikkar minnst verður meistari", sagði Button m.a. á vefsvæði sínu samkvæmt frétt autosport. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að þolgæði verði lykillinn að því að ná meistaratitlinum í Formúlu 1 í ár, en fjórir ökumenn auk hans eiga möguleika á titlinum. Mark Webber er efstur í stigamótinu á undan Lewis Hamilton, Alonso, Button og Sebastian Vettel. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í síðustu keppni og bætti stöðu sína í stigamótinu. "Ég nýtti tækifærið báðum höndum og náði í átján stig á degi þar sem Lewis fékk núll, Mark átta og Sebastian tólf. Núna skoðar maður stigatölfuna og hugsar. Vá, hvernig getur þetta verið svona jafnt? Eftir Spa sögðu allir að þetta yrði á milli Lewis og Mark, en ég sé fyrir mér að þetta verði slagur til síðasta móts", sagði Button í frétt á autosport.com, en vitnað er í umsögn Buttons á vefsíðu hans. "Ég held að við höfum séð að enginn einn ökumaður á eftir að labba í burtu með titilinn, þetta verður slagur til enda. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig og ég held að ökumenn muni ekki bara safna einhverjum stigum. Það er ekki eðli kappakstursökumanns. Ég fann fyrir þessu í fyrra , þar sem ég vissi að ég þyrfti bara að ná í ákveðið magn af stigum. En trúlega reynir það meira á, en að taka á öllu sem maður á og stefna á toppárangur." "Í fyrra var ég fjórtándi á ráslínu í Interlagos og hafði engu að tapa og liðsfélagi minn var fremstur á ráslínu. Ég tók á öllu og það frelsaði hugann og sú reynsla mun hjálpa mér í ár. Það er mikilvægt að vera þolgóður og bíllinn verður að vera traustur. Þá verður að vanda vel valið varðandi uppsetningu bílsins og keppnisáætlunarinnar. Við erum keppnismenn og munum því keppa, en pressan er á öllum. Engin okkar má gera mistök. Sá sem klikkar minnst verður meistari", sagði Button m.a. á vefsvæði sínu samkvæmt frétt autosport.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira