Button: Sá sem klikkar minnst verður meistari 16. september 2010 16:04 Jenson Button hjá McLaren er núverandi meistari. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að þolgæði verði lykillinn að því að ná meistaratitlinum í Formúlu 1 í ár, en fjórir ökumenn auk hans eiga möguleika á titlinum. Mark Webber er efstur í stigamótinu á undan Lewis Hamilton, Alonso, Button og Sebastian Vettel. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í síðustu keppni og bætti stöðu sína í stigamótinu. "Ég nýtti tækifærið báðum höndum og náði í átján stig á degi þar sem Lewis fékk núll, Mark átta og Sebastian tólf. Núna skoðar maður stigatölfuna og hugsar. Vá, hvernig getur þetta verið svona jafnt? Eftir Spa sögðu allir að þetta yrði á milli Lewis og Mark, en ég sé fyrir mér að þetta verði slagur til síðasta móts", sagði Button í frétt á autosport.com, en vitnað er í umsögn Buttons á vefsíðu hans. "Ég held að við höfum séð að enginn einn ökumaður á eftir að labba í burtu með titilinn, þetta verður slagur til enda. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig og ég held að ökumenn muni ekki bara safna einhverjum stigum. Það er ekki eðli kappakstursökumanns. Ég fann fyrir þessu í fyrra , þar sem ég vissi að ég þyrfti bara að ná í ákveðið magn af stigum. En trúlega reynir það meira á, en að taka á öllu sem maður á og stefna á toppárangur." "Í fyrra var ég fjórtándi á ráslínu í Interlagos og hafði engu að tapa og liðsfélagi minn var fremstur á ráslínu. Ég tók á öllu og það frelsaði hugann og sú reynsla mun hjálpa mér í ár. Það er mikilvægt að vera þolgóður og bíllinn verður að vera traustur. Þá verður að vanda vel valið varðandi uppsetningu bílsins og keppnisáætlunarinnar. Við erum keppnismenn og munum því keppa, en pressan er á öllum. Engin okkar má gera mistök. Sá sem klikkar minnst verður meistari", sagði Button m.a. á vefsvæði sínu samkvæmt frétt autosport. Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að þolgæði verði lykillinn að því að ná meistaratitlinum í Formúlu 1 í ár, en fjórir ökumenn auk hans eiga möguleika á titlinum. Mark Webber er efstur í stigamótinu á undan Lewis Hamilton, Alonso, Button og Sebastian Vettel. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í síðustu keppni og bætti stöðu sína í stigamótinu. "Ég nýtti tækifærið báðum höndum og náði í átján stig á degi þar sem Lewis fékk núll, Mark átta og Sebastian tólf. Núna skoðar maður stigatölfuna og hugsar. Vá, hvernig getur þetta verið svona jafnt? Eftir Spa sögðu allir að þetta yrði á milli Lewis og Mark, en ég sé fyrir mér að þetta verði slagur til síðasta móts", sagði Button í frétt á autosport.com, en vitnað er í umsögn Buttons á vefsíðu hans. "Ég held að við höfum séð að enginn einn ökumaður á eftir að labba í burtu með titilinn, þetta verður slagur til enda. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig og ég held að ökumenn muni ekki bara safna einhverjum stigum. Það er ekki eðli kappakstursökumanns. Ég fann fyrir þessu í fyrra , þar sem ég vissi að ég þyrfti bara að ná í ákveðið magn af stigum. En trúlega reynir það meira á, en að taka á öllu sem maður á og stefna á toppárangur." "Í fyrra var ég fjórtándi á ráslínu í Interlagos og hafði engu að tapa og liðsfélagi minn var fremstur á ráslínu. Ég tók á öllu og það frelsaði hugann og sú reynsla mun hjálpa mér í ár. Það er mikilvægt að vera þolgóður og bíllinn verður að vera traustur. Þá verður að vanda vel valið varðandi uppsetningu bílsins og keppnisáætlunarinnar. Við erum keppnismenn og munum því keppa, en pressan er á öllum. Engin okkar má gera mistök. Sá sem klikkar minnst verður meistari", sagði Button m.a. á vefsvæði sínu samkvæmt frétt autosport.
Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira