Dagur B. Eggertsson: Atvinnumál í Reykjavík og aðgerðir gegn atvinnuleysi 27. apríl 2010 09:02 Baráttan fyrir fullri atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunnar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undirstaða velferðar og því lítur Samfylkingin á það sem eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borginni. Avinnuleysi er þjóðarböl og hvert prósentustig í atvinnuleysi kostar borgarsjóð milljarð króna á ári. Alla síðustu öld var Reykjavík aflvél í efnahags- og atvinnulífi landsins. Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í sögu borgarinnar er engu síður rekin afskiptaleysisstefna í atvinnumálum í Ráðhúsinu. Þar er þess beðið að markaðurinn leysi úr málum. Samfylkingin vill þvert á móti að Reykjavíkurborg verði miklu virkari í atvinnumálum, beiti afli sínu og leiti allra leiða í víðtæku samstarfi til að Reykjavík og Ísland komist sem fyrst út úr kreppunni.Nýsköpun og sóknarfæri Samfylkingin vill styðja við nýsköpunarsetur, sprota-hótel og/eða listasmiðjur. Í því skyni verði kortlagt hvaða tækifæri geti falist í auðu og óseldu húsnæði og hvernig tryggja megi notkun þess í þágu atvinnulífsins og hverfanna. Einfalda þarf leyfisveitingar og umsóknarferli fyrir þá sem vilja stofna til reksturs í Reykjavíkurborg. Þeim standi jafnframt til boða leiðsögn og aðstoð við öflun nauðsynlegra leyfa til reksturs sér að kostnaðarlausu. Í þessu skyni vill Samfylkingin endurreisa þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum. Meðal nýrra áherslusviða verði verkefni á sviði þekkingariðnaðar, kvikmyndagerðar og annarra skapandi greina. Höfuðborgarstofa, viðburða- og markaðsskrifstofa Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu verði opnuð fyrir aðkomu, fjármagni og nánara samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. Sérstaklega verði kannaður grundvöllur til að fjölga viðburðum sem styðja við markaðssetningu Reykjavíkur gagnvart ferðamönnum utan háannatíma. Kannaðir verði möguleikar á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Kanna fýsileika og sóknarfæri fyrir úthlutun lóðar fyrir alhliða kvikmyndaver í borgarlandinu. Samfylkingin vill einnig að stutt verði við uppbyggingu þekkingar- og heilbrigðistengdra fyrirtækja með samstarfi um beina markaðssetningu á háskólasvæðum í Vatnsmýri í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Reykjavíkurborg greiði fyrir skipulagi stúdentaíbúða og annarra innviða sem stuðla að sömu markmiðum.Viðhald og verklegar framkvæmdir Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% næstu þrjú ár eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði. Sérstaka áherslu á að leggja á viðhaldsverkefni. Viðhald skapar flest störf og lækkar rekstrarkostnað. Samfylkingin vill tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011-2012 með því að flýta brýnum viðhaldsverkefnum sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Þannig skapast störf þegar mest þarf á þeim að halda. Samfylkingin vill jafnframt setja fram heildstæða áætlun fyrir endurnýjun eldri hverfa að evrópskri fyrirmynd. Í stað þess að hverfin drabbist niður í kreppunni verði efnt til tímabærs viðhalds og endunýjunar á húsum og opinberum byggingum.Vaxtarsamningur fyrir Reykjavík Til að standa undir velferð og lífskjörum þarf að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil. Til þess þarf margþættar aðgerðir sem ekki eru allar á færi Reykjavíkur heldur þarf að ná um þær víðtækri samstöðu og samstarfi. Þessi tölulegu markmið eiga að vera markmið vaxtarsamnings Reykjavíkur, ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar, fyrirtækja, stuðningsstofnana atvinnulífsins og annarra samtaka í atvinnulífi. Meginmarkmið hans yrðu að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í virkri alþjóðlegri samkeppni, auka veltu, verðmætasköpun, útflutningstekjur og skapa þannig grunn fyrir umtalsverða fjölgun starfa á næstu misserum. Fyrsta verk Samfylkingarinnar við stjórn borgarinnar verður að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar til skamms og langs tíma. Samfylkingin flutti tillögu sama efnis þremur vikum eftir hrun en hún hefur verið í frestun af hálfu meirihlutans í Ráðhúsinu allar götur síðan. Meðal áherslusviða verkefnisins og sóknarfæra sem horft verður til verði: Ferðamannaborgin Reykjavík, hafnarborgin, heilsuborgin, kvikmyndaborgin, orkuborgin og þekkingarborgin Reykjavík. Tækifærin liggja víða ef stefnan er framsýn og verkin látin tala. Fjölmargar fleiri tillögur og áherslur í atvinnumálum eru í atvinnustefnu Samfylkingarinnar og kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Atvinnumálin eru úrslitamál í þróun efnahags- og lífsgæða í borginni á næstu árum og því mikilvægt að borgarbúar kynni sér stefnu og tillögur flokkanna í þessum málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir fullri atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunnar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undirstaða velferðar og því lítur Samfylkingin á það sem eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borginni. Avinnuleysi er þjóðarböl og hvert prósentustig í atvinnuleysi kostar borgarsjóð milljarð króna á ári. Alla síðustu öld var Reykjavík aflvél í efnahags- og atvinnulífi landsins. Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í sögu borgarinnar er engu síður rekin afskiptaleysisstefna í atvinnumálum í Ráðhúsinu. Þar er þess beðið að markaðurinn leysi úr málum. Samfylkingin vill þvert á móti að Reykjavíkurborg verði miklu virkari í atvinnumálum, beiti afli sínu og leiti allra leiða í víðtæku samstarfi til að Reykjavík og Ísland komist sem fyrst út úr kreppunni.Nýsköpun og sóknarfæri Samfylkingin vill styðja við nýsköpunarsetur, sprota-hótel og/eða listasmiðjur. Í því skyni verði kortlagt hvaða tækifæri geti falist í auðu og óseldu húsnæði og hvernig tryggja megi notkun þess í þágu atvinnulífsins og hverfanna. Einfalda þarf leyfisveitingar og umsóknarferli fyrir þá sem vilja stofna til reksturs í Reykjavíkurborg. Þeim standi jafnframt til boða leiðsögn og aðstoð við öflun nauðsynlegra leyfa til reksturs sér að kostnaðarlausu. Í þessu skyni vill Samfylkingin endurreisa þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum. Meðal nýrra áherslusviða verði verkefni á sviði þekkingariðnaðar, kvikmyndagerðar og annarra skapandi greina. Höfuðborgarstofa, viðburða- og markaðsskrifstofa Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu verði opnuð fyrir aðkomu, fjármagni og nánara samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. Sérstaklega verði kannaður grundvöllur til að fjölga viðburðum sem styðja við markaðssetningu Reykjavíkur gagnvart ferðamönnum utan háannatíma. Kannaðir verði möguleikar á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Kanna fýsileika og sóknarfæri fyrir úthlutun lóðar fyrir alhliða kvikmyndaver í borgarlandinu. Samfylkingin vill einnig að stutt verði við uppbyggingu þekkingar- og heilbrigðistengdra fyrirtækja með samstarfi um beina markaðssetningu á háskólasvæðum í Vatnsmýri í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Reykjavíkurborg greiði fyrir skipulagi stúdentaíbúða og annarra innviða sem stuðla að sömu markmiðum.Viðhald og verklegar framkvæmdir Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% næstu þrjú ár eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði. Sérstaka áherslu á að leggja á viðhaldsverkefni. Viðhald skapar flest störf og lækkar rekstrarkostnað. Samfylkingin vill tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011-2012 með því að flýta brýnum viðhaldsverkefnum sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Þannig skapast störf þegar mest þarf á þeim að halda. Samfylkingin vill jafnframt setja fram heildstæða áætlun fyrir endurnýjun eldri hverfa að evrópskri fyrirmynd. Í stað þess að hverfin drabbist niður í kreppunni verði efnt til tímabærs viðhalds og endunýjunar á húsum og opinberum byggingum.Vaxtarsamningur fyrir Reykjavík Til að standa undir velferð og lífskjörum þarf að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil. Til þess þarf margþættar aðgerðir sem ekki eru allar á færi Reykjavíkur heldur þarf að ná um þær víðtækri samstöðu og samstarfi. Þessi tölulegu markmið eiga að vera markmið vaxtarsamnings Reykjavíkur, ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar, fyrirtækja, stuðningsstofnana atvinnulífsins og annarra samtaka í atvinnulífi. Meginmarkmið hans yrðu að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í virkri alþjóðlegri samkeppni, auka veltu, verðmætasköpun, útflutningstekjur og skapa þannig grunn fyrir umtalsverða fjölgun starfa á næstu misserum. Fyrsta verk Samfylkingarinnar við stjórn borgarinnar verður að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar til skamms og langs tíma. Samfylkingin flutti tillögu sama efnis þremur vikum eftir hrun en hún hefur verið í frestun af hálfu meirihlutans í Ráðhúsinu allar götur síðan. Meðal áherslusviða verkefnisins og sóknarfæra sem horft verður til verði: Ferðamannaborgin Reykjavík, hafnarborgin, heilsuborgin, kvikmyndaborgin, orkuborgin og þekkingarborgin Reykjavík. Tækifærin liggja víða ef stefnan er framsýn og verkin látin tala. Fjölmargar fleiri tillögur og áherslur í atvinnumálum eru í atvinnustefnu Samfylkingarinnar og kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Atvinnumálin eru úrslitamál í þróun efnahags- og lífsgæða í borginni á næstu árum og því mikilvægt að borgarbúar kynni sér stefnu og tillögur flokkanna í þessum málaflokki.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun