Massa: Alonso með ásana í hendi 14. nóvember 2010 09:20 Ferrari ökumennirnir á mótsstað í Abu Dhabi. Mynd: Getty Images Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag. "Í mínum huga er Fernando með tvö ása í hendi, eins og póker spilari. Ef þú ert með tvo ása, þá er mesti möguleiki á að vinna spilið", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. "Ef Vettel vinnur kappaksturinn í dag, þá þarf Alonso fjórða sætið og hann á því mikla möguleika á titilinum. Hann þarf að einbeita sér að því að keyra eðlilega keppni. Sá sem gæti reynst erfiðastur er Mark Webber sem er fimmti. En það getur margt gerst og ég þekki það sjálfur frá 2008", sagði Massa. Þá hélt hann í 20 sekúndur að hann væri heimsmeistari í keppni við Lewis Hamilton, en Hamilton komst framúr keppinaut í lokabeygju mótsins og tryggði sér titilinn eftir að Massa var kominn í endamark. Bein útsending er frá úrslitamótinu í Abu Dhabi í dag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30. Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag. "Í mínum huga er Fernando með tvö ása í hendi, eins og póker spilari. Ef þú ert með tvo ása, þá er mesti möguleiki á að vinna spilið", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. "Ef Vettel vinnur kappaksturinn í dag, þá þarf Alonso fjórða sætið og hann á því mikla möguleika á titilinum. Hann þarf að einbeita sér að því að keyra eðlilega keppni. Sá sem gæti reynst erfiðastur er Mark Webber sem er fimmti. En það getur margt gerst og ég þekki það sjálfur frá 2008", sagði Massa. Þá hélt hann í 20 sekúndur að hann væri heimsmeistari í keppni við Lewis Hamilton, en Hamilton komst framúr keppinaut í lokabeygju mótsins og tryggði sér titilinn eftir að Massa var kominn í endamark. Bein útsending er frá úrslitamótinu í Abu Dhabi í dag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30.
Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira