Sport

HM fatlaðra í sundi lokið

Jón Margeir hér í lauginni.
Jón Margeir hér í lauginni.

Íslensku keppendurnir á HM fatlaðra í sundi luku þátttöku sinni á mótinu í morgun. Eyþór Þrastarson hafnaði þá í 12. sæti í 100 m baksundi flokki S11 (flokki blindra). Hann synti á tímanum 1:21.04 mín.

Sonja Sigurðardóttir og Hjörtur Már Ingvarsson tóku þátt í 100 m skriðsundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og hafnaði Sonja í 15. sæti á tímanum 2:01.91 mín og Hjörtur Már í 12. sæti á tímanum 1:42.35 mín.

Í flokki S14 (flokki þroskaheftra) var keppt í 200 m skriðsundi og þar hafnaði Jón Margeir Sverrison í 15. sæti á tímanum 2:14.11 mín, Rangar Ingi Magnússon í 28. sæti á tímanum 2:29.00 mín, Aníta Ósk Hrafnsdóttir í 22. sæti á tímanum 2:52.35 mín og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 13. sæti á tímanum 2:38.93 mín.

Lokaathöfn mótsins fer fram á morgun, laugardag að aflokinni keppni í sjósundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×