Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. desember 2010 18:52 Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. Starfsgreinasambandið er að berjast fyrir 200 þúsund króna lágmarkslaunum, samkvæmt tölum hagstofunnar eru meðal mánaðarlaun fólks í landinu 334 þúsund krónur, þar kemur líka fram að 75% þjóðarinnar er með minna en 383 þúsund krónur á mánuði í föst laun fyrir fulla vinnu sem gefa um 267 þúsund krónur í vasann eftir skatta, gjöld og lífeyrissjóð. Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir þriggja barna, er hins vegar með um 388 þúsund krónur í heildargreiðslur frá Tryggingastofnun. Það eru hennar ráðstöfunartekjur, sem jafngilda þá tæpum 600 þúsund krónum (596.000 kr.) í mánaðarlaun. Til viðmiðunar má nefna að föst laun þingmanna eru 520 þúsund krónur. Auk örorkubóta eru greiðslur Freyju meðal annars meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna. Freyja býr í félagslegri íbúð í Norðlingaholti ásamt þremur dætrum sínum, 10 til 13 ára. Hún kveðst hafa veikst af heilahimnubólgu 7 ára gömul og greind öryrki 16 ára. „Upp úr þessu hef ég ekki haft fulla vinnslugetu eins og eðlileg persóna," segir Freyja. Hún segist vera óvinnufær, meðal annars með áreynsluasma og lélegt ónæmiskerfi. „Ég á bara einn þúsundkall í veskinu mínu," segir Freyja. Hún segist ekki eiga val um annað en að sækja sér mataraðstoð hjá hjálparsamtökum. Jafnvel þó að það þýði að hún muni krókna á tánum. Hún segir að fleiri séu í svipaðri stöðu og hún. Freyja segist þó gera sér grein fyrir því að hún hafi komið sér í þessa stöðu sjálf. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. Starfsgreinasambandið er að berjast fyrir 200 þúsund króna lágmarkslaunum, samkvæmt tölum hagstofunnar eru meðal mánaðarlaun fólks í landinu 334 þúsund krónur, þar kemur líka fram að 75% þjóðarinnar er með minna en 383 þúsund krónur á mánuði í föst laun fyrir fulla vinnu sem gefa um 267 þúsund krónur í vasann eftir skatta, gjöld og lífeyrissjóð. Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir þriggja barna, er hins vegar með um 388 þúsund krónur í heildargreiðslur frá Tryggingastofnun. Það eru hennar ráðstöfunartekjur, sem jafngilda þá tæpum 600 þúsund krónum (596.000 kr.) í mánaðarlaun. Til viðmiðunar má nefna að föst laun þingmanna eru 520 þúsund krónur. Auk örorkubóta eru greiðslur Freyju meðal annars meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna. Freyja býr í félagslegri íbúð í Norðlingaholti ásamt þremur dætrum sínum, 10 til 13 ára. Hún kveðst hafa veikst af heilahimnubólgu 7 ára gömul og greind öryrki 16 ára. „Upp úr þessu hef ég ekki haft fulla vinnslugetu eins og eðlileg persóna," segir Freyja. Hún segist vera óvinnufær, meðal annars með áreynsluasma og lélegt ónæmiskerfi. „Ég á bara einn þúsundkall í veskinu mínu," segir Freyja. Hún segist ekki eiga val um annað en að sækja sér mataraðstoð hjá hjálparsamtökum. Jafnvel þó að það þýði að hún muni krókna á tánum. Hún segir að fleiri séu í svipaðri stöðu og hún. Freyja segist þó gera sér grein fyrir því að hún hafi komið sér í þessa stöðu sjálf.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira