Íslandsvinur látinn 16. apríl 2010 08:30 Haukur Viðar úr Morðingjunum segir fráfall Peters Steele áfall fyrir drungarokksheiminn. Steele var af íslenskum ættum. Söngvarinn Peter Steele lést á miðvikudag. Hann var af íslenskum ættum. Haukur Viðar Alfreðsson, rokkspekingur og meðlimur Morðingjanna, hefur lengi fylgst með Steele. „Þetta eru alveg ömurlegar fréttir," segir Haukur Viðar Alfreðsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Morðingjanna. Peter Steele úr hljómsveitinni Type-O-Negative lést á miðvikudag. Dánarorsök er talin vera hjartabilun, en hann var 48 ára gamall. Steele átti rússneskan föður, en móðir hans var af íslenskum ættum. Steele kom oft til Íslands og lét hafa eftir sér í viðtali að hann dreymdi um að setjast að á landinu og byggja sér hús í skógi. Haukur Viðar er ekki mikill aðdáandi Type-O-Negative, þó að hann hafi ávallt haft gaman af Steele. „Þetta er gaur sem ég hafði meira gaman af sem týpu heldur en tónlistinni hans," segir Haukur. „Mér þótti vænt um hann, en Type-O-Negative er ekkert rosalega öflugt band. Ég hef samt alltaf gefið þeim séns í gegnum tíðina." Spurður hvort fráfall Steeles sé mikið áfall fyrir þungarokksheiminn svarar Haukur að bragði: „Ég held að þetta sé miklu meira áfall fyrir drungarokksheiminn." Haukur á eiginhandaráritun Steeles sem félagi hans fékk á Íslandi, hvar annars staðar? „Kunningi minn rakst á hann í Kringlunni - fyrir utan Hard Rock að ég held. Þetta hefur verið í kringum 2000," segir Haukur. „Hann gaf mér hana í afmælisgjöf. Ég verð að finna hana. Ég veit ekki alveg hvar hún er." atlifannar@frettabladid.is Íslandsvinir Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Söngvarinn Peter Steele lést á miðvikudag. Hann var af íslenskum ættum. Haukur Viðar Alfreðsson, rokkspekingur og meðlimur Morðingjanna, hefur lengi fylgst með Steele. „Þetta eru alveg ömurlegar fréttir," segir Haukur Viðar Alfreðsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Morðingjanna. Peter Steele úr hljómsveitinni Type-O-Negative lést á miðvikudag. Dánarorsök er talin vera hjartabilun, en hann var 48 ára gamall. Steele átti rússneskan föður, en móðir hans var af íslenskum ættum. Steele kom oft til Íslands og lét hafa eftir sér í viðtali að hann dreymdi um að setjast að á landinu og byggja sér hús í skógi. Haukur Viðar er ekki mikill aðdáandi Type-O-Negative, þó að hann hafi ávallt haft gaman af Steele. „Þetta er gaur sem ég hafði meira gaman af sem týpu heldur en tónlistinni hans," segir Haukur. „Mér þótti vænt um hann, en Type-O-Negative er ekkert rosalega öflugt band. Ég hef samt alltaf gefið þeim séns í gegnum tíðina." Spurður hvort fráfall Steeles sé mikið áfall fyrir þungarokksheiminn svarar Haukur að bragði: „Ég held að þetta sé miklu meira áfall fyrir drungarokksheiminn." Haukur á eiginhandaráritun Steeles sem félagi hans fékk á Íslandi, hvar annars staðar? „Kunningi minn rakst á hann í Kringlunni - fyrir utan Hard Rock að ég held. Þetta hefur verið í kringum 2000," segir Haukur. „Hann gaf mér hana í afmælisgjöf. Ég verð að finna hana. Ég veit ekki alveg hvar hún er." atlifannar@frettabladid.is
Íslandsvinir Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira