Buiter: Grikkland í gjaldþrot ef betri kjör fást ekki 27. apríl 2010 14:05 „Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup segir að Grikkland fari líklega í þjóðargjaldþrot eða skapi eigendum ríkisskuldabréfa sinna verulegt tjón nema landið fái betri kjör á fyrirhuguð björgunarpakka ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Staða Grikklands er ekki beysin í augnablikinu. Ávöxtunarkrafan á 2ja ára ríkisskuldabréfum landsins er komin yfir 14% og skuldatryggingaálið er rokið upp í 724 punkta samkvæmt CMA gagnaveitunni. Sem stendur er Grikkland á toppi lista þeirra 10 þjóða sem CMA metur í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Líkurnar eru taldar rúmlega 46% á slíku.Grikkland hefur farið fram á að björgunarpakki ESB/AGS upp á 45 milljarða evra verð gangsettur strax en Þjóðverjar þráast við. Buiter segir að Grikkland komist hugsanleg hjá gjaldþroti ef landið fær betri kjör á fjármögnun sinni en þau 3% til 4% yfir viðmiðunarvöxtum sem í boði eru.„Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter sem er fyrrum meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka.Fram kemur í máli Buiter að gjaldþrot Grikklands myndi skaða banka á evrusvæðinu þar sem eftirlitsaðilum hafi mistekist að koma í veg fyrir verulega áhættu á lánveitingum þeirra til Grikklands og áhættu af skuldasöfnun hins opinbera þar í landi.Hvað skaða þeirra sem eiga grísk ríkisskuldabréf varðar segir Buiter að sennilega þurfi þeir að gefa eftir 20% af kröfum sínum, „eða í versta falli allt að 30%". Verði þetta niðurstaðan mætti komast hjá formlegu gjaldþroti. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup segir að Grikkland fari líklega í þjóðargjaldþrot eða skapi eigendum ríkisskuldabréfa sinna verulegt tjón nema landið fái betri kjör á fyrirhuguð björgunarpakka ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Staða Grikklands er ekki beysin í augnablikinu. Ávöxtunarkrafan á 2ja ára ríkisskuldabréfum landsins er komin yfir 14% og skuldatryggingaálið er rokið upp í 724 punkta samkvæmt CMA gagnaveitunni. Sem stendur er Grikkland á toppi lista þeirra 10 þjóða sem CMA metur í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Líkurnar eru taldar rúmlega 46% á slíku.Grikkland hefur farið fram á að björgunarpakki ESB/AGS upp á 45 milljarða evra verð gangsettur strax en Þjóðverjar þráast við. Buiter segir að Grikkland komist hugsanleg hjá gjaldþroti ef landið fær betri kjör á fjármögnun sinni en þau 3% til 4% yfir viðmiðunarvöxtum sem í boði eru.„Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter sem er fyrrum meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka.Fram kemur í máli Buiter að gjaldþrot Grikklands myndi skaða banka á evrusvæðinu þar sem eftirlitsaðilum hafi mistekist að koma í veg fyrir verulega áhættu á lánveitingum þeirra til Grikklands og áhættu af skuldasöfnun hins opinbera þar í landi.Hvað skaða þeirra sem eiga grísk ríkisskuldabréf varðar segir Buiter að sennilega þurfi þeir að gefa eftir 20% af kröfum sínum, „eða í versta falli allt að 30%". Verði þetta niðurstaðan mætti komast hjá formlegu gjaldþroti.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira