Miliband gekk gegn vilja Brown með Íslandsummælum 8. janúar 2010 09:24 David Miliband utanríkisráðherra Bretlands gekk gegn vilja Gordon Brown forsætisráðherra landsins þegar hann tjáði Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Icesave deilan hefði ekki áhrif á aðildarumsókn Íslands að ESB. Eins og kunnugt er af fréttum ræddi Össur við Miliband í gærdag um stöðuna sem upp er komin í kjölfar ákvörðunnar forseta Íslands að senda Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar mun Miliband hafa fullvissað Össur um að Bretar myndu ekki beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að ESB. Blaðið Daily Mail fjallar um málið í dag og þar segir að þessi ummæli Miliband hafi gengið þvert gegn orðum Gordon Brown sem hefur hótað alvarlegum afleiðingum fyrir Ísland ef þeir greiði ekki Icesave skuldir sínar. Vitnað er í yfirlýsingu frá breska utanríkisráðuneytinu eftir samtal þeirra Össurar og Milibands þar sem áréttað er að Bretar styðji að fullu umsókn Íslands að ESB. Fram kemur í blaðinu að ummæli Miliband verði gagnrýnd á þeim grundvelli að hann sé að gefa eftir gagnvart Íslendingum í staðinn fyrir að standa með breskum skattgreiðendum. Bretland getur komið í veg fyrir ESB viðræður Íslands með því að kjósa gegn þeim. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
David Miliband utanríkisráðherra Bretlands gekk gegn vilja Gordon Brown forsætisráðherra landsins þegar hann tjáði Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Icesave deilan hefði ekki áhrif á aðildarumsókn Íslands að ESB. Eins og kunnugt er af fréttum ræddi Össur við Miliband í gærdag um stöðuna sem upp er komin í kjölfar ákvörðunnar forseta Íslands að senda Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar mun Miliband hafa fullvissað Össur um að Bretar myndu ekki beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að ESB. Blaðið Daily Mail fjallar um málið í dag og þar segir að þessi ummæli Miliband hafi gengið þvert gegn orðum Gordon Brown sem hefur hótað alvarlegum afleiðingum fyrir Ísland ef þeir greiði ekki Icesave skuldir sínar. Vitnað er í yfirlýsingu frá breska utanríkisráðuneytinu eftir samtal þeirra Össurar og Milibands þar sem áréttað er að Bretar styðji að fullu umsókn Íslands að ESB. Fram kemur í blaðinu að ummæli Miliband verði gagnrýnd á þeim grundvelli að hann sé að gefa eftir gagnvart Íslendingum í staðinn fyrir að standa með breskum skattgreiðendum. Bretland getur komið í veg fyrir ESB viðræður Íslands með því að kjósa gegn þeim.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira