Sport

Hrafnhildur vann tvö gull á aðeins 40 mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH. Mynd/Eyþór
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH vann í kvöld tvær greinar á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem stendur nú yfir í Laugardalslauginni. Hrafnhildur byrjaði á því að vinna 100 metra fjórsund og fylgdi síðan eftir með sigri í 200 metra bringusundi.

Hrafnhildur sigraði í 100m fjórsundi á svipuðum tíma og hún synti í undanrásunum í gær en hún synti í úrslitum á 1:02,22 mínútum. Önnur var Bryndís Rún Hansen úr Óðni á 1:05,32 mínútum og í þriðja sæti var Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi á 1:05,77 mínútum.

Hrafnhildur synti til sigurs á 2:27,69 mínútum í úrslitunum í 200 metra bringusundi eða á svipuðum tíma og í undanrásunum í morgun. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir úr ÍRB varð önnur á 2:40,41 mínútum og þriðja var María Ása Ásþórsdóttir úr ÍRB á 2:52,96 mínútm.

Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi sigraði örugglega í 200 metra bringusundi karla á 2:12,31 mínútm, annar var Hrafn Traustason úr SH á 2:16,69 mínútum og þriðji var Sveinbjörn Pálmi Karlsson úr Ægi á 2:39,39 mínútum.

Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH sigraði í 100m fjórsundi karla á tímanum 59,84 sekúndum, annar var Kristin Þórarinsson úr Fjölni á glæsilegu drengjameti, 1:00,50 en hann setti einnig met í gær í undanrásunum í þessari grein. Þriðji var Birgir Viktor Hannesson úr ÍA á 1:01,89 mínútum.

Þetta var fjórða drengjametið hjá Kristni á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×