Lukas Podolski stóð sig mjög vel með þýska landsliðinu á HM í Suður-Afríku og er fyrir vikið kominn inn í framtíðarplön ítalska liðsins AC Milan.
Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir að AC Milan ekki hafa efni á því að kaupa Zlatan Ibrahimovic frá Barcelona og í staðinn ætla Ítalirnir að reyna að kaupa Podolski frá Köln.
Podolski er metinn á tólf milljónir evra en ítalska félagið vonast til fá eitthvað upp í kaupverðið með því að selja hollenska framherjann Klaas-Jan Huntelaar.
Það hefur lítið gengið hjá Lukas Podolski í þýsku deildinni undanfarin fjögur tímabil þar sem hann hefur aðeins náð að skora 17 mörk í 98 leikjum. Podolski er hinsvegar með 40 mörk í 79 landsleikjum fyrir Þýskaland.
Lukas Podolski inn í framtíðarplönum AC Milan
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti