Viðskipti erlent

Hu Jintao: Flökt á gjaldmiðlum ógnar stöðugleika

Hu Jintao.
Hu Jintao.
Hu Jintao forseti Kína segir að óstöðugir gjaldmiðlar ógni fjármálastöðugleika heimsins. Jintao lét þessi orð falla í ræðu á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Toronto í Kanada. Ummælin eru greinilega ætluð gagnrýnendum Kínverja sem segja að kínverska Yuanið sé of lágt metið gagnvart dollarnum sem gefi kínverskum útflytjendum óverðskuldað forskot.

Hu Jintao segir meira máli skipta að halda jafnvægi í gengismálum. Þrátt fyrir þetta tilkynntu Kínverjar fyrir fundinn að þeir ætli að leyfa Yuaninu að hækka gegn dollaranum en gagnrýnendur segja þá ekki hafa gengið nægilega langt í þeim efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×