Deilt um Frank Sinatra 27. maí 2010 11:00 Scorsese vill gera Goodfellas-kvikmynd um Frank Sinatra en dóttir stjörnunnar er ekki hrifin af þeirri nálgun. Ævi ítalskættaða söngvarans Frank Sinatra er sveipuð goðsagnakenndum ljóma. Hann var ætíð áberandi í bandarísku þjóðlífi, tók umdeildar ákvarðanir á stjórnmálasviðinu, studdi menn og málefni á opinberum vettvangi, var bendlaður við mafíuna og var allan sinn feril hleraður af FBI. Efniviðurinn er sannarlega fyrir hendi fyrir góða bíómynd En Sinatra, stóra myndin um Frank, hefur aldrei verið gerð. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Kvikmyndir um tónlistarmenn eru gerðar með reglulegu millibili. Og þær draga ekki alltaf upp fallega mynd af viðkomandi listamanni. Ævi og einkalíf sveitasöngvarans Johnny Cash í Walk the Line var ekki meðhöndlað neinum silkihönskum þar sem maðurinn í svörtu hélt framhjá eiginkonu sinni, smyglaði eiturlyfjum og var raunar hið mesta fól þar til hann fann Jesú. John Lennon ratar líka með jöfnu millibili á hvíta tjaldið, sömuleiðis Presley. Scorsese vill Al Pacino í stóra hlutverkið, dótturina dreymir helst um að sjá George Clooney sem bláskjá. CBS-sjónvarpsstöðin réðst fyrir næstum tuttugu árum í gerð viðamikillar sjónvarpsþáttaraðar um Frank Sinatra. Phil Casnoff, þekktur fyrir sjónvarps- og sviðsleik, var fenginn til að túlka Sinatra. Hún var frumsýnd árið 1991 og fékk Golden Globe-verðlaun og sitthvað fleira. Sinatra var hins vegar enn á lífi og Casnoff hitti meira að segja goðsögnina meðan á tökum stóð. Þannig að ekki var rými til að skoða sögu söngvarans með gagnrýnum gleraugum. Þar er af nægu að taka; Sinatra daðraði við stjórnmál jafnt sem konur, studdi John F. Kennedy, átti vingott við mafíuósa og glímdi ætíð við mikið þunglyndi. Fjölskyldulífið var því oft þjakað af miklum skapsveiflum eins og kemur fram í ævisögu dóttur hans, Tinu Sinatra. Sinatra hefur því aldrei fengið það framhaldslíf á hvíta tjaldinu sem hann á skilið. Martin Scorsese er nú sagður vera með handrit að kvikmynd um Sinatra og Brett Ratner hefur einnig lýst því yfir að hann vilji gera mynd þar sem ævi Sinatra er í aðalhlutverki. Scorsese hefur hins vegar ekki gert það upp við sig hvernig hann vilji gera myndina; tveir valmöguleikar séu í stöðunni. Annars vegar að gera tímabilsmynd með einum leikara í hlutverki Sinatra eða gera myndina á svipaðan hátt og Todd Haynes gerði með Bob Dylan þar sem nokkrir leikarar gerðu honum skil. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Scorsese þó mestan hug á að gera tímabilsmynd sem yrði í svipuðum stíl og Goodfellas og leikstjórinn magnaði lýsti því strax yfir að Al Pacino væri kjörinn í hlutverk Sinatra, De Niro smellpassaði síðan sem Dean Martin. En eftir því sem fréttir herma frá Hollywood þá er fjölskyldu Sinatra ákaflega umhugað um ímynd söngvarans. Og líst ekkert á að Scorsese vilji gera „Goodfellas"-kvikmynd um söngvarann. Tina Sinatra, sem á réttinn að öllum verkum föður síns, er ekki sögð vera himinlifandi með yfirlýsingar Scorsese. Henni líst til að mynda illa á Al Pacino í hlutverk föður síns. „Ég myndi vilja sjá George Clooney leika hann," sagði Tina í samtali við fjölmiðla og vill að eigin sögn fá nokkuð mjúka mynd af föður sínum. Því ber að halda til að haga að Tina á allan réttinn að lögum föður síns og því veltur ansi mikið á henni og hennar skoðunum. Golden Globes Tengdar fréttir Vill Pacino sem Frank Sinatra Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. 26. maí 2010 11:30 Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Sjá meira
Ævi ítalskættaða söngvarans Frank Sinatra er sveipuð goðsagnakenndum ljóma. Hann var ætíð áberandi í bandarísku þjóðlífi, tók umdeildar ákvarðanir á stjórnmálasviðinu, studdi menn og málefni á opinberum vettvangi, var bendlaður við mafíuna og var allan sinn feril hleraður af FBI. Efniviðurinn er sannarlega fyrir hendi fyrir góða bíómynd En Sinatra, stóra myndin um Frank, hefur aldrei verið gerð. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Kvikmyndir um tónlistarmenn eru gerðar með reglulegu millibili. Og þær draga ekki alltaf upp fallega mynd af viðkomandi listamanni. Ævi og einkalíf sveitasöngvarans Johnny Cash í Walk the Line var ekki meðhöndlað neinum silkihönskum þar sem maðurinn í svörtu hélt framhjá eiginkonu sinni, smyglaði eiturlyfjum og var raunar hið mesta fól þar til hann fann Jesú. John Lennon ratar líka með jöfnu millibili á hvíta tjaldið, sömuleiðis Presley. Scorsese vill Al Pacino í stóra hlutverkið, dótturina dreymir helst um að sjá George Clooney sem bláskjá. CBS-sjónvarpsstöðin réðst fyrir næstum tuttugu árum í gerð viðamikillar sjónvarpsþáttaraðar um Frank Sinatra. Phil Casnoff, þekktur fyrir sjónvarps- og sviðsleik, var fenginn til að túlka Sinatra. Hún var frumsýnd árið 1991 og fékk Golden Globe-verðlaun og sitthvað fleira. Sinatra var hins vegar enn á lífi og Casnoff hitti meira að segja goðsögnina meðan á tökum stóð. Þannig að ekki var rými til að skoða sögu söngvarans með gagnrýnum gleraugum. Þar er af nægu að taka; Sinatra daðraði við stjórnmál jafnt sem konur, studdi John F. Kennedy, átti vingott við mafíuósa og glímdi ætíð við mikið þunglyndi. Fjölskyldulífið var því oft þjakað af miklum skapsveiflum eins og kemur fram í ævisögu dóttur hans, Tinu Sinatra. Sinatra hefur því aldrei fengið það framhaldslíf á hvíta tjaldinu sem hann á skilið. Martin Scorsese er nú sagður vera með handrit að kvikmynd um Sinatra og Brett Ratner hefur einnig lýst því yfir að hann vilji gera mynd þar sem ævi Sinatra er í aðalhlutverki. Scorsese hefur hins vegar ekki gert það upp við sig hvernig hann vilji gera myndina; tveir valmöguleikar séu í stöðunni. Annars vegar að gera tímabilsmynd með einum leikara í hlutverki Sinatra eða gera myndina á svipaðan hátt og Todd Haynes gerði með Bob Dylan þar sem nokkrir leikarar gerðu honum skil. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Scorsese þó mestan hug á að gera tímabilsmynd sem yrði í svipuðum stíl og Goodfellas og leikstjórinn magnaði lýsti því strax yfir að Al Pacino væri kjörinn í hlutverk Sinatra, De Niro smellpassaði síðan sem Dean Martin. En eftir því sem fréttir herma frá Hollywood þá er fjölskyldu Sinatra ákaflega umhugað um ímynd söngvarans. Og líst ekkert á að Scorsese vilji gera „Goodfellas"-kvikmynd um söngvarann. Tina Sinatra, sem á réttinn að öllum verkum föður síns, er ekki sögð vera himinlifandi með yfirlýsingar Scorsese. Henni líst til að mynda illa á Al Pacino í hlutverk föður síns. „Ég myndi vilja sjá George Clooney leika hann," sagði Tina í samtali við fjölmiðla og vill að eigin sögn fá nokkuð mjúka mynd af föður sínum. Því ber að halda til að haga að Tina á allan réttinn að lögum föður síns og því veltur ansi mikið á henni og hennar skoðunum.
Golden Globes Tengdar fréttir Vill Pacino sem Frank Sinatra Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. 26. maí 2010 11:30 Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Sjá meira
Vill Pacino sem Frank Sinatra Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. 26. maí 2010 11:30