Sjálfstæðismenn leggja til sáttaleið 7. apríl 2009 16:58 Hluti af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir," segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. Hart hefur verið tekist á um störf þingsins undanfarna daga og hafa sjálfstæðismenn verði sakaðir um að standa fyrir málfþófi um frumvarp forystumanna allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn um til stjórnskipunarlaga. Sjálfstæðismenn segjast vera tilbúnir til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en segja að þær verði að vera vel undirbúnar og vandaðar. „Það er hins vegar óásættanlegt að umræður um breytingar um stjórnarskrána yfirskyggi allt annað og taki tíma Alþingis frá öðrum þýðingarmiklum málum sem rík samstaða er um að ljúka á þingi. Við teljum að Alþingi verði að koma sér saman um að forgangsraða þingmálum eftir mikilvægi þeirra fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu, hve mikið liggur á þeim og hve rík samstaða er um málin á þingi." Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur því fram þá tillögu til sátta að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi. „Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi þingmál og lýsum okkur jafnframt reiðubúin til viðræðna um framgang annarra mikilvægra mála: Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána, frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík, breytingar á tekjuskattslögum og þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins, og Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokksins, afhentu Guðbjarti bréfið í dag. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22 Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
„Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir," segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. Hart hefur verið tekist á um störf þingsins undanfarna daga og hafa sjálfstæðismenn verði sakaðir um að standa fyrir málfþófi um frumvarp forystumanna allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn um til stjórnskipunarlaga. Sjálfstæðismenn segjast vera tilbúnir til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en segja að þær verði að vera vel undirbúnar og vandaðar. „Það er hins vegar óásættanlegt að umræður um breytingar um stjórnarskrána yfirskyggi allt annað og taki tíma Alþingis frá öðrum þýðingarmiklum málum sem rík samstaða er um að ljúka á þingi. Við teljum að Alþingi verði að koma sér saman um að forgangsraða þingmálum eftir mikilvægi þeirra fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu, hve mikið liggur á þeim og hve rík samstaða er um málin á þingi." Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur því fram þá tillögu til sátta að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi. „Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi þingmál og lýsum okkur jafnframt reiðubúin til viðræðna um framgang annarra mikilvægra mála: Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána, frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík, breytingar á tekjuskattslögum og þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins, og Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokksins, afhentu Guðbjarti bréfið í dag.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22 Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22
Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06