Viðskipti innlent

Marel Food Systems hækkar mest í Kauphöllinni

Æðstu stjórnendur Marel Food Systems.
Æðstu stjórnendur Marel Food Systems. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,35 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hefur hækkað um 0,97 prósent. Þetta eru jafnframt einu hreyfingar dagsins.

Tvenn viðskipti hafa átt sér stað með hlutabréf Alfesca. Markaðsverðmæti félagsins hefur hins vegar ekkert breyst.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 0,18 prósent en stendur óbreytt í 252 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×