Ömurleg niðurstaða 17. apríl 2009 12:10 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Engar breytingar verða gerðar á stjórnarskránni á yfirstandandi Alþingi en frumvarp þessa efnis verður dregið til baka í dag. Ömurleg niðurstaða segir forsætisráðherra sem segir Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið lýðræðinu langt nef í stjórnarskrármálinu. Engin sátt náðist um afgreiðslu frumvarps forsætisráðhera um breytingar á stjórnarskránni á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn gerður verulega athugasemdir við frumvarpið og hótuðu málþófi yrði frumvarpinu ekki breytt. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki komið til greina að fallast á tillögur sjálfstæðismanna. „Það er ekki hægt að segja annað um þessa niðurstöðu en að sjálfstæðismenn eru að gefa lýðræðinu langt nef og alveg ótrúlegt að þeir skuli ljúka sínum 18 ára valdaferli og fara í kosningar með það á bakinu að hafa neitað fólki um þessar lýðræðisumbætur og vilja fara í gamla farið sitja upp gamaldags stjórnarskránefnd sem á að endurskoða stjórnarskrána í stað þess að færa fólkinu þennan rétt sjálft þar sem það getur kosið persónubundið til stjórnalagaþings," segir Jóhanna. Sjálfstæðismenn gerðu meðal annars athugasemdir við ákvæði um auðlindir í þjóðareign og hvernig staðið skuli framvegis að stjórnarskrábreytingum. Forsætisráðherra segir þetta vera ömurleg niðurstaða. „Líka að þeir skuldi neita því að fallast á að auðlindirnar verða í þjóðareign og menn voru líka að gera með breytingartillögum að þeir voru að skammta sjálfum sér neitunarvald um allar breytingar á stjórnarskránni. Þetta er ömurleg niðurstaða," segir Jóhanna. Alþingi mun væntanlega ljúka störfum í dag. Nú standa yfir umræður um frumvarp forsætisráðherra um frestun þingfundar og hafa fjölmargir þingmenn kvatt sér hljóðs í málinu. Alþingiskosningar fara fram eftir viku en Alþingi hefur aldrei áður starfað jafn nálægt kosningum og nú. Kosningar 2009 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Engar breytingar verða gerðar á stjórnarskránni á yfirstandandi Alþingi en frumvarp þessa efnis verður dregið til baka í dag. Ömurleg niðurstaða segir forsætisráðherra sem segir Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið lýðræðinu langt nef í stjórnarskrármálinu. Engin sátt náðist um afgreiðslu frumvarps forsætisráðhera um breytingar á stjórnarskránni á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn gerður verulega athugasemdir við frumvarpið og hótuðu málþófi yrði frumvarpinu ekki breytt. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki komið til greina að fallast á tillögur sjálfstæðismanna. „Það er ekki hægt að segja annað um þessa niðurstöðu en að sjálfstæðismenn eru að gefa lýðræðinu langt nef og alveg ótrúlegt að þeir skuli ljúka sínum 18 ára valdaferli og fara í kosningar með það á bakinu að hafa neitað fólki um þessar lýðræðisumbætur og vilja fara í gamla farið sitja upp gamaldags stjórnarskránefnd sem á að endurskoða stjórnarskrána í stað þess að færa fólkinu þennan rétt sjálft þar sem það getur kosið persónubundið til stjórnalagaþings," segir Jóhanna. Sjálfstæðismenn gerðu meðal annars athugasemdir við ákvæði um auðlindir í þjóðareign og hvernig staðið skuli framvegis að stjórnarskrábreytingum. Forsætisráðherra segir þetta vera ömurleg niðurstaða. „Líka að þeir skuldi neita því að fallast á að auðlindirnar verða í þjóðareign og menn voru líka að gera með breytingartillögum að þeir voru að skammta sjálfum sér neitunarvald um allar breytingar á stjórnarskránni. Þetta er ömurleg niðurstaða," segir Jóhanna. Alþingi mun væntanlega ljúka störfum í dag. Nú standa yfir umræður um frumvarp forsætisráðherra um frestun þingfundar og hafa fjölmargir þingmenn kvatt sér hljóðs í málinu. Alþingiskosningar fara fram eftir viku en Alþingi hefur aldrei áður starfað jafn nálægt kosningum og nú.
Kosningar 2009 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira