Framtíð Aston Martin óljós, sjóðir eigenda eru tómir 28. september 2009 12:50 Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. Í frétt um málið í breska blaðinu Guardian segir að Investment Dar hafi gefið út yfirlýsingu um að sjóðurinn hafi náð samkomulagi við lánadrottna sína um frystingu á afborgunum og kröfum þeirra, Sjóðirinn mun hafa orðið hart úti í fjármálakreppunni. Aston Martin var selt af Ford bílaverksmiðjunum árið 2007 þegar fjármálabólan náði hámarki. Investment Dar keypti þá helmingshlut í Aston Martin en aðir kaupendur voru ökuþórinn Dave Richards, fjárfestirinn John Singers og Adeem Investment. Aston Martin er heimsþekkt vörumerki þar sem James Bond ekur yfirleitt á þessari bílategund í myndum sínum. Kaupverðið nam 925 milljónum punda og fékk Investment Dar sambankalán á sharia-kjörum í Kúwait fyrir sínum hlut í Aston Martin upp á 393 milljónir punda. Um 100 milljónir punda af því eru nú í vanskilum og hefur seðlabanki Kuwait skipað umsjónarmann með rekstri sjóðsins. Investment Dar hefur samið við Credit Suisse um aðstoð við endurfjármögnun sjóðsins. Frá því að kreppan skall á hefur Aston Martin barist í bökkum eins og flestir aðrir bílaframleiðendur í heiminum. Framleiðandinn hefur sagt upp 600 manns, eða þriðjungi af starfsmönnum sínum. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framtíð breska bílaframleiðendans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að hann á í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir sínar. Eigandinn sem hér um ræðir er fjárfestingasjóðurinn Investment Dar sem er í eigu hins opinbera í Kúwait. Í frétt um málið í breska blaðinu Guardian segir að Investment Dar hafi gefið út yfirlýsingu um að sjóðurinn hafi náð samkomulagi við lánadrottna sína um frystingu á afborgunum og kröfum þeirra, Sjóðirinn mun hafa orðið hart úti í fjármálakreppunni. Aston Martin var selt af Ford bílaverksmiðjunum árið 2007 þegar fjármálabólan náði hámarki. Investment Dar keypti þá helmingshlut í Aston Martin en aðir kaupendur voru ökuþórinn Dave Richards, fjárfestirinn John Singers og Adeem Investment. Aston Martin er heimsþekkt vörumerki þar sem James Bond ekur yfirleitt á þessari bílategund í myndum sínum. Kaupverðið nam 925 milljónum punda og fékk Investment Dar sambankalán á sharia-kjörum í Kúwait fyrir sínum hlut í Aston Martin upp á 393 milljónir punda. Um 100 milljónir punda af því eru nú í vanskilum og hefur seðlabanki Kuwait skipað umsjónarmann með rekstri sjóðsins. Investment Dar hefur samið við Credit Suisse um aðstoð við endurfjármögnun sjóðsins. Frá því að kreppan skall á hefur Aston Martin barist í bökkum eins og flestir aðrir bílaframleiðendur í heiminum. Framleiðandinn hefur sagt upp 600 manns, eða þriðjungi af starfsmönnum sínum.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira