Flavio Briatore: Alonso mun blómstra með Ferrari 1. október 2009 18:25 Fernando Alonso og Flavio Briatore fögnuðu tveimur meistaratitilum með Renault. mynd: Getty Images Ítalinn Flavio Briatore telur að Fernando Alonso muni starfa vel með Ferrari og hann liðsinnti Alonso nokkuð við samningsgerðina. "Ferrari gerði góð kaup í samningi við Alonso og hann á eftir að blómstra með Ferrari. Þetta er hápunkturinn á ferli Alonso", asgði Briatore um málið. "Alonso er stöðugur ökumaður og alltaf tílbúinn í slaginn. Þá vinnur hann vel með tæknimönnum og gefst aldrei upp. Það er kostur hve skarpgáfaður hann er og það skilar sér í brautinni. Mér þótti mjög vænt um að Alonso tileinkaði mér þriðja sæti Renault í Singapúr", sagði Briatore sem nú er í banni frá Formúlu 1 eftir svindlmálið í Singapúr. Alonso hafði samskipti við Briatore útaf Ferrari samningum fyrir tveimur mánuðum og aftur fyrir nokkrum dögum, en þá voru Ferrari menn að ræða 2011 við Alonso. Briatore hefur séð um feril Alonso síðustu ár. "Ég ræddi við Briatore og hann er mjög ánægður með þróun minna mála. Hann er ánægður og hann virðist áhyggjulaus útaf banninu. Hann var á ströndunni...", sagði Alonso Luca Montezemolo forseti Ferrari telur að Alonso falli betur að lundarfari Ferrari og hann sé baráttujaxl í anda Michael Schumacher. Ítarlega er fjallað um Alonso í þættinum Rásmarkið kl.. 20.55 í kvöld og á eftir honum er þátturinn F1 Rocks, sem fjallar um Formúlu 1 og tónlistarveislu sem var í Singapúr um síðustu helgi. Sjá allt um næsta mót í Japan um helgina Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ítalinn Flavio Briatore telur að Fernando Alonso muni starfa vel með Ferrari og hann liðsinnti Alonso nokkuð við samningsgerðina. "Ferrari gerði góð kaup í samningi við Alonso og hann á eftir að blómstra með Ferrari. Þetta er hápunkturinn á ferli Alonso", asgði Briatore um málið. "Alonso er stöðugur ökumaður og alltaf tílbúinn í slaginn. Þá vinnur hann vel með tæknimönnum og gefst aldrei upp. Það er kostur hve skarpgáfaður hann er og það skilar sér í brautinni. Mér þótti mjög vænt um að Alonso tileinkaði mér þriðja sæti Renault í Singapúr", sagði Briatore sem nú er í banni frá Formúlu 1 eftir svindlmálið í Singapúr. Alonso hafði samskipti við Briatore útaf Ferrari samningum fyrir tveimur mánuðum og aftur fyrir nokkrum dögum, en þá voru Ferrari menn að ræða 2011 við Alonso. Briatore hefur séð um feril Alonso síðustu ár. "Ég ræddi við Briatore og hann er mjög ánægður með þróun minna mála. Hann er ánægður og hann virðist áhyggjulaus útaf banninu. Hann var á ströndunni...", sagði Alonso Luca Montezemolo forseti Ferrari telur að Alonso falli betur að lundarfari Ferrari og hann sé baráttujaxl í anda Michael Schumacher. Ítarlega er fjallað um Alonso í þættinum Rásmarkið kl.. 20.55 í kvöld og á eftir honum er þátturinn F1 Rocks, sem fjallar um Formúlu 1 og tónlistarveislu sem var í Singapúr um síðustu helgi. Sjá allt um næsta mót í Japan um helgina
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira