KA er komið upp í þriðja sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Víkingi frá Ólafsvík í dag. Sigur norðanmanna var aldrei í hættu en þeir skoruðu þrjú mörk gegn engu.
Fyrsta markið kom strax á annarri mínútu þegar David Disztl skoraði. Setti það heimamenn nokkuð út af laginu en staðan í hálfleik var 0-1.
KA skoraði svo tvö mörk til viðbótar. Fyrst Sandor Forizs og svo bætti Disztl við sínu öðru marki.
KA er í þriðja sætinu eftir leikinn en Ólafsvíkurvíkingar eru í neðsta sætinu.
Fótbolti