Button nældi í undirfatadrottningu 25. maí 2009 11:06 Ástfanginn sigurvegarinn Button með kærustunni Michibata. Mynd: Getty Images Það fór ekki framhjá neinum á Formúlu 1 mótinu í Mónakó um helgina að forysturmaður stigamótsins er ástfanginn. Jenson Button var með japanska stúlku upp á arminn, en Jessica Michibata er þekkt fyrirsæta í Japan. Hún hefur sérhæft sig í undirfatasýningum. Button hefur haft margar fagrar dömur upp á arminn gegnum tíðina, en hann býr í Mónakó og væsir ekki um hann. Hann er hálaunaður og hefur verið til margra ára og nýtur lífsins í skattaparadísinni. Reyndar þurfti Button að taka á sig launalækkun þegar Ross Brawn keypti Honda liðið á dögunum. Michibata er mjög vinsæl í Japan og hefur verið í fjölmörgum stórum auglýsingaherferðum þar í landi, auk þess sem hún skrifar gagnrýni á kvikmyndir. Hún er 24 ára og spáði fyrir fyrsta mót ársins að Button yrði heimsmeistari, en hann er með 16 stiga forskot í stigamótinu. Móðir Michibata er japönsk, en faðir hennar er spánsk-ítalskur. Michibata hefur mætt á mörg mót með Button og virðist vera að venjast athyglinni sem því fylgir. Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Það fór ekki framhjá neinum á Formúlu 1 mótinu í Mónakó um helgina að forysturmaður stigamótsins er ástfanginn. Jenson Button var með japanska stúlku upp á arminn, en Jessica Michibata er þekkt fyrirsæta í Japan. Hún hefur sérhæft sig í undirfatasýningum. Button hefur haft margar fagrar dömur upp á arminn gegnum tíðina, en hann býr í Mónakó og væsir ekki um hann. Hann er hálaunaður og hefur verið til margra ára og nýtur lífsins í skattaparadísinni. Reyndar þurfti Button að taka á sig launalækkun þegar Ross Brawn keypti Honda liðið á dögunum. Michibata er mjög vinsæl í Japan og hefur verið í fjölmörgum stórum auglýsingaherferðum þar í landi, auk þess sem hún skrifar gagnrýni á kvikmyndir. Hún er 24 ára og spáði fyrir fyrsta mót ársins að Button yrði heimsmeistari, en hann er með 16 stiga forskot í stigamótinu. Móðir Michibata er japönsk, en faðir hennar er spánsk-ítalskur. Michibata hefur mætt á mörg mót með Button og virðist vera að venjast athyglinni sem því fylgir.
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira