Erlent

Gyurcsany segir af sér

Guðjón Helgason skrifar
Ferenc Gyurcsany, fráfarandi forsætisráðherra Ungverjalands, að tilkynna um brotthvarf sitt á landsfundi Sósíalistaflokksins (MSZP) sem hann leiðir sem haldinn var í Búdapest í morgun.
Ferenc Gyurcsany, fráfarandi forsætisráðherra Ungverjalands, að tilkynna um brotthvarf sitt á landsfundi Sósíalistaflokksins (MSZP) sem hann leiðir sem haldinn var í Búdapest í morgun. MYND/AP

Ferenc Gyurcsany, foræstisráðherra Ungverjalands, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að láta af embætti. Vinsældir ríkisstjórnar hans hafa hrunið vegna efnahagsþrenginga í alheimskreppunni.

Vinstristjórn forsætisráðherrans fráfarandi tók við eftir kosningar 2004 og hélt völdum í kosningum 2006. Ungverjaland hefur orðið illa úti í kreppunni og fékk ríflega 25 milljarða dala lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og nokkrum stórum ríkjum í október.

Á fundi með flokksfélaögum í morgun sagði Gyurcsany að hann teldi betur hægt að ná sátt um efnahagslegar og þjóðfélagslegar umbætur í Ungverjalandi ef hann léti af embætti. Hann hefur verið umdeildur frá því skömmu eftir kosningarnar 2006 þegar upp komst að hann hafði fegrað ástand efnahagsmála til að tryggja flokki sínum sigur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×