Nú er talningu lokið í prófkjöri sjálfstæðismanna í NV kjördæmi. Ásbjörn Óttarsson í Snæfellsbæ skaust í efsta sæti listans þegar síðustu atkvæði höfðu verið talin og telst því sigurvegari prófkjörsins, samkvæmt fréttavef Skessuhorns.is.
Í öðru sæti hafnaði Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður í Bolungarvík en Vísir greindi frá því fyrir stundu að ekki hafi verið nema átta atkvæði á milli þeirra.
Í þriðja sæti varð Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir á Tálknafirði.
Birna Lárusdóttir á Ísafirði varð í fjórða sæti.
Bergþór Ólason á Akranesi í fimmta og Sigurður Örn Ágústsson á Sauðárkróki í sjötta sæti. Kosningin er bindandi í sex efstu sætin.
Kjörsókn var með mesta móti á landsvísu. Á kjörskrá voru 3930. Atkvæði greiddu 2913 eða 74,13 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru 221 og gild atkvæði því 2692.