Eldur í McLaren bíl Hamiltons 4. mars 2009 14:01 Lewis Hamilton ekur af kappi um Jerez í morgun, en vélin bilaði svo hjá honum og eldtungur sveipuðu afturhlutann. Eldur varð laus í keppnisbíl Lewis Hamilton á æfingum á Jerez brautinni í dag. Hann varð því að hvíla sig frá frekari æfingum á meðan þjónustumenn stumruðu yfir vélarsalnum. Farið er að hitna í kolunum og Hamilton segir að keppnislið standi mjög jafnt að vígi miðað við æfingatíma í dag og síðustu daga. Félagi hans Heikki Kovlalainen fullyrti í gær að McLaren myndi nota í fyrsta mótinu, KERS kerfið umtalaða sem eykur kraft vélarinnar um stundarsakir. Hamilton telur marga bíla álitlega, t.d. BMW, Force India og Renault, fyrir utan Ferrari sem ætíð sé í toppslagnum eins og McLaren. McLaren menn stefna á að senda Hamilton aftur út á brautina í dag eftir viðgerðir í vélarsal bílsins, en vélin virðist hafa gefið upp öndina með tilheyrandi eldtungum. Sjá viðtal við Hamilton Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Eldur varð laus í keppnisbíl Lewis Hamilton á æfingum á Jerez brautinni í dag. Hann varð því að hvíla sig frá frekari æfingum á meðan þjónustumenn stumruðu yfir vélarsalnum. Farið er að hitna í kolunum og Hamilton segir að keppnislið standi mjög jafnt að vígi miðað við æfingatíma í dag og síðustu daga. Félagi hans Heikki Kovlalainen fullyrti í gær að McLaren myndi nota í fyrsta mótinu, KERS kerfið umtalaða sem eykur kraft vélarinnar um stundarsakir. Hamilton telur marga bíla álitlega, t.d. BMW, Force India og Renault, fyrir utan Ferrari sem ætíð sé í toppslagnum eins og McLaren. McLaren menn stefna á að senda Hamilton aftur út á brautina í dag eftir viðgerðir í vélarsal bílsins, en vélin virðist hafa gefið upp öndina með tilheyrandi eldtungum. Sjá viðtal við Hamilton
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira