Baulað á Hamilton eftir árekstur 12. mars 2009 09:42 Lewis Hamilton á ferð á Spáni, en Formúlu 1lið eru við æfingar þar í dag. Mynd: Getty Images McLaren og Lewis Hamilton eiga ekki sjö dagana sæla á æfingum Í Barcelona. Hamilton keyrði útaf í gær og skemmdi McLaren bílinn. Liðið hefur náð slökum æfingatímum síðustu daga. Hamilton flaug út í malargryjfu á æfingunni á Spáni við mikinn fögnuð heimamanna, sem er enn ósáttir við McLaren vegna slakrar meðferðar á Fernando Alonso um árið. Það er allavega mat spænskra að illa hafi verið komið fram við Alonso hjá liðinu. Hann ekur núna Renault. Sjálfur Michael Schumacher fór á staðinn þar sem McLaren bíllinn sat fastur og skoðaði bílinn í krók og kring. Hamilton stóð álengdar með krosslagðar hendur og þegar hann mætti aftur á þjónustusvæðið, þá bauluðu áhorfendur og blístruðu sem mest þeir máttu á heimsmeistarann. Æfingarnar halda áfram í dag, en í gær náði Jenson Button besta tíma á nýjum Brawn GP keppnisbíl sem hefur komið öðrum liðum í opna skjöldu. Á meðan gengur ekki hjá McLaren og Hamilton. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren og Lewis Hamilton eiga ekki sjö dagana sæla á æfingum Í Barcelona. Hamilton keyrði útaf í gær og skemmdi McLaren bílinn. Liðið hefur náð slökum æfingatímum síðustu daga. Hamilton flaug út í malargryjfu á æfingunni á Spáni við mikinn fögnuð heimamanna, sem er enn ósáttir við McLaren vegna slakrar meðferðar á Fernando Alonso um árið. Það er allavega mat spænskra að illa hafi verið komið fram við Alonso hjá liðinu. Hann ekur núna Renault. Sjálfur Michael Schumacher fór á staðinn þar sem McLaren bíllinn sat fastur og skoðaði bílinn í krók og kring. Hamilton stóð álengdar með krosslagðar hendur og þegar hann mætti aftur á þjónustusvæðið, þá bauluðu áhorfendur og blístruðu sem mest þeir máttu á heimsmeistarann. Æfingarnar halda áfram í dag, en í gær náði Jenson Button besta tíma á nýjum Brawn GP keppnisbíl sem hefur komið öðrum liðum í opna skjöldu. Á meðan gengur ekki hjá McLaren og Hamilton. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira