Innlent

Vinnuhópur rannsakar siðferði í tengslum við bankahrunið

Forsætisnefnd Alþingis gekk nýverið frá skipan þriggja manna í vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á hvort skýringar á falli íslensku bankanna og tengdum efnahagsáföllum megi að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði.

Í vinnuhópinn voru skipuð Vilhjálmur Árnason, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands, Salvör Nordal heimspekingur og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.

Vinnuhópunum er ætlað að vinna að rannsókninni í samráði við rannsóknarnefnd Alþingis, en bæði rannsóknarnefndin og vinnuhópurinn starfa á grundvelli um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna og tengdra atburða.

Niðurstöðum vinnuhópsins er ætlað að verða liður í þeirri skýrslu sem rannsóknarnefndin skilar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×