McLaren og Ferrari ná sáttum 3. febrúar 2009 10:39 McLaren og Ferrari hyggjast berjast í brautinni en vinna saman utan hennar að vexti Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum. Það var staðfest á táknrænan hátt þegar McLaren bauð Luca Colajanni í höfuðstöðvar McLaren liðsins í Woking í Surrey í Englandi. Hann er blaðafulltrúi Ferrari. "Það var óneitanlega skrítinn tilfinning að vera í húsakynnum McLaren", sagði Coljanni, sem er eins rauður Ferrari maður og hugsast getur. En boðið er tímanna tákn og vitnar til um að Formúlu 1 lið hyggjast vinna saman að uppgangi íþróttarinnar næstu árin. Segja má að efnahagskreppann hafi þétt ósamstæðan hóp saman og forráðamenn Formúlu 1 liða hafa stofnað sérstök hagsmunasamtök sem kallast FOTA. "Við sofum ekki á verðnum og munum sækja fram veginn. Við munum vinna saman að vexti Formúlu 1, koma með tillögur að nýjungum til að bæta íþróttina fyrir áhorfendur, gera hana umhverfisvænni og betri sem sjónvarpsefni", sagði Ron Dennis hjá McLaren. FIA birtir á næstunni ítarlega skoðanakönnun um það hvað áhorfendum finnst að betur megi fara varðandi mótshald og sjónvarpsmál. FOTA mun taka mið af þeirri niðurstöðu í gerð tillagna ásamt FIA: Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum. Það var staðfest á táknrænan hátt þegar McLaren bauð Luca Colajanni í höfuðstöðvar McLaren liðsins í Woking í Surrey í Englandi. Hann er blaðafulltrúi Ferrari. "Það var óneitanlega skrítinn tilfinning að vera í húsakynnum McLaren", sagði Coljanni, sem er eins rauður Ferrari maður og hugsast getur. En boðið er tímanna tákn og vitnar til um að Formúlu 1 lið hyggjast vinna saman að uppgangi íþróttarinnar næstu árin. Segja má að efnahagskreppann hafi þétt ósamstæðan hóp saman og forráðamenn Formúlu 1 liða hafa stofnað sérstök hagsmunasamtök sem kallast FOTA. "Við sofum ekki á verðnum og munum sækja fram veginn. Við munum vinna saman að vexti Formúlu 1, koma með tillögur að nýjungum til að bæta íþróttina fyrir áhorfendur, gera hana umhverfisvænni og betri sem sjónvarpsefni", sagði Ron Dennis hjá McLaren. FIA birtir á næstunni ítarlega skoðanakönnun um það hvað áhorfendum finnst að betur megi fara varðandi mótshald og sjónvarpsmál. FOTA mun taka mið af þeirri niðurstöðu í gerð tillagna ásamt FIA:
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira