Innlent

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins kosinn í dag

Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson
Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kosinn í dag en í dag er síðasti dagur landsfundar flokksins. Það eru þeir Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson sem slást um formannsstólinn og er reiknað með að mjótt verði á mununum. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ein í framboði til varaformanns flokksins.

Kosið verður í embættin klukkan 15:00 í dag.

Annars má sjá dagskrá fundarins hér að neðan:

Sunnudagur 29. mars

Kl. 10.00 - 15.00

Afgreiðsla ályktana framhald frá laugardeginum.

Umræður.

Kl. 12.00

Kosning miðstjórnar.

(Kosningu lýkur kl. 12.00.)

Afgreiðsla stjórnmálaályktunar.

Kl. 15.00

Kosning formanns.

Kosning varaformanns.

Kl. 16.00

Fundarslit.

Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins.






Tengdar fréttir

Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×