Sverrir Þór: Við eigum líka inni 17. mars 2009 14:42 Sverrir Þór lék með Njarðvík á síðustu leiktíð Mynd/Daníel Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni. Keflavík vann nokkuð öruggan 96-88 sigur í fyrsta leiknum í Keflavík en í kvöld eigast liðin við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn eru á leið í sumarfrí ef þeir vinna ekki leikinn. "Við erum að fara í þetta með það markmið að vinna leikinn og við erum ekkert að hugsa um að fá annað tækifæri til að klára þetta. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leikinn og eru allir staðráðnir í að klára verkefnið í kvöld," sagði Sverrir Þór, sem lék sjálfur með Njarðvík á síðustu leiktíð. Það var mál manna að lið Njarðvíkur ætti inni eftir fyrsta leikinn en Sverrir segir það sama uppi á teningnum hjá Keflavíkurliðinu. "Njarðvíkingarnir mega ekki tapa fleiri leikjum og koma því dýrvitlausir til leiks, en við verðum líka að koma brjálaðir í þetta. Baráttan var góð hjá okkur í síðasta leik en við eigum líka inni, því hittnin hjá okkur á vítalínunni og í þriggja stiga skotunum var ekkert sérlega góð. Ég vona að við mætum með það allt í leikinn í kvöld," sagði Sverrir. Keflvíkingar mættu til leiks með nýjan bandarískan leikmann í síðasta leik, en það var Jesse Pellot-Rosa sem lék með liðinu fyrir bankahrunið í haust. Hann var atkvæðamikill í fyrsta leiknum og skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst. "Það gekk bara mjög vel að koma Jesse inn í hlutina. Hann var fljótur að rifja þetta upp þegar hann sá þetta á töflunni hjá Sigurði (Ingimundarsyni þjálfara), enda var hann hjá okkur í haust. Við erum með vel mannað lið og það er gott að fá hann ofan á það," sagði Sverrir. Eins og flestir vita spilar stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson nú með Njarðvíkingum eftir að hafa orðið margfaldur meistari með Keflavík undanfarin ár. Við spurðum Sverri hvort hann teldi að Magnús yrði fyrrum félögum sínum erfiður í kvöld. "Maggi er auðvitað klassaleikmaður og verður eflaust ákveðinn í að eiga sinn besta leik. Við verðum að vera á tánum og spila góða vörn á þá, alveg sama hvort það er Logi (Gunnarsson) eða Maggi eða einhver af ungu strákunum," sagði Sverrir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, auk þess sem Vísir mun fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu. Dominos-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni. Keflavík vann nokkuð öruggan 96-88 sigur í fyrsta leiknum í Keflavík en í kvöld eigast liðin við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn eru á leið í sumarfrí ef þeir vinna ekki leikinn. "Við erum að fara í þetta með það markmið að vinna leikinn og við erum ekkert að hugsa um að fá annað tækifæri til að klára þetta. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leikinn og eru allir staðráðnir í að klára verkefnið í kvöld," sagði Sverrir Þór, sem lék sjálfur með Njarðvík á síðustu leiktíð. Það var mál manna að lið Njarðvíkur ætti inni eftir fyrsta leikinn en Sverrir segir það sama uppi á teningnum hjá Keflavíkurliðinu. "Njarðvíkingarnir mega ekki tapa fleiri leikjum og koma því dýrvitlausir til leiks, en við verðum líka að koma brjálaðir í þetta. Baráttan var góð hjá okkur í síðasta leik en við eigum líka inni, því hittnin hjá okkur á vítalínunni og í þriggja stiga skotunum var ekkert sérlega góð. Ég vona að við mætum með það allt í leikinn í kvöld," sagði Sverrir. Keflvíkingar mættu til leiks með nýjan bandarískan leikmann í síðasta leik, en það var Jesse Pellot-Rosa sem lék með liðinu fyrir bankahrunið í haust. Hann var atkvæðamikill í fyrsta leiknum og skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst. "Það gekk bara mjög vel að koma Jesse inn í hlutina. Hann var fljótur að rifja þetta upp þegar hann sá þetta á töflunni hjá Sigurði (Ingimundarsyni þjálfara), enda var hann hjá okkur í haust. Við erum með vel mannað lið og það er gott að fá hann ofan á það," sagði Sverrir. Eins og flestir vita spilar stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson nú með Njarðvíkingum eftir að hafa orðið margfaldur meistari með Keflavík undanfarin ár. Við spurðum Sverri hvort hann teldi að Magnús yrði fyrrum félögum sínum erfiður í kvöld. "Maggi er auðvitað klassaleikmaður og verður eflaust ákveðinn í að eiga sinn besta leik. Við verðum að vera á tánum og spila góða vörn á þá, alveg sama hvort það er Logi (Gunnarsson) eða Maggi eða einhver af ungu strákunum," sagði Sverrir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, auk þess sem Vísir mun fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu.
Dominos-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira