Íslandsmótið í badminton: Tinna þrefaldur meistari Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:53 Tinna er þrefaldur Íslandsmeistari í badminton. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19. Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira
Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19.
Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira