Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Adriano hefur opinberað það að Chelsea reyndi að fá leikmanninn í janúarglugganum. Adriano er hjá ítalska liðinu Inter en hann var orðaður við Chelsea og Tottenham í síðasta mánuði.
Umboðsmaðurinn segir að viðræður hafi átt sér stað við Chelsea en Luiz Felipe Scolari vildi ólmur fá Adriano á Stamford Bridge. Á endanum tók Inter þá ákvörðun að halda í leikmanninn.
Adriano hefur oft komist í fréttirnar á neikvæðan hátt og samband hans við Jose Mourinho, þjálfara Inter, verið stormasamt. Það virðist þó ákveðin lægð í því um þessar mundir.