Innlent

Björn: Þagnarmúr um formannssæti rofinn

Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra.
Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra.
Framganga Jóns Baldvins verður líklega til að skapa enn meira los innan forystusveitar Samfylkingarinnar, að mati Björn Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra. Björn segir í pistli á heimasíðu sinni að með yfirlýsingum sínum í gær hafi Jón Baldvin gefið flokksmönnum leyfi til að ræða um formennsku og forystu Ingibjargar Sólrúnar á annan veg en áður.

„Umræður um þetta hafa verið „tabú" meðal samfylkingarfólks af tillitssemi við alvarleg veikindi Ingibjargar Sólrúnar, Jón Baldvin hefur rofið þann þagnarmúr," segir Björn.

Björn telur líklegt að leitast verði að leysa viðfangsefni forystumála í Samfylkingunni bakvið tjöldin með einhliða yfirlýsingum. Þessa skoðun byggir hann á því sem gerst hefur frá því að Ingibjörg Sólrún hætti sem borgarstjóri og tók við forystuhlutverki innan Samfylkingarinnar.

„Uppnámið innan Samfylkingarinnar vegna formannsframboðs Jóns Baldvins er meira en ella vegna þess, að þar hefur tíðkast að taka ákvarðanir um menn í bakherbergjum og kynna þá til sögunnar á þann veg, að enginn fái rönd við reist. Flogið hefur fyrir, að þannig yrði staðið að því að kynna Dag B. Eggertsson til formennsku í flokknum. Ingibjörg Sólrún veit, að hún segir ekki Jóni Baldvini fyrir verkum. Hún getur því ekki verið viss um, að ráðagerðin um útnefningu á nýjum formanni heppnist. Hún veit hins vegar, að Jón Baldvin ætlar að bjóða sig fram gegn henni."

Pistil Björns er hægt að lesa hér.


Tengdar fréttir

Öldungar hafa gefist vel, segir Jón Baldvin

Jón Baldvin Hannibalsson segir að framundan sé stríð upp á líf og dauða um örlög þjóðarinnar. Hann segist tilbúinn að gefa kost á sér til forystu og vitnar í Bryndísi þegar hann segist vera við hestaheilsu.

Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag.

Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag.

Jón Baldvin reyni á styrk sinn í prófkjöri

Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir óskoruðum stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem formann Samfylkingarinnar. Tilefni yfirlýsingarinnar eru orð Jóns Baldvins Hannibalssonar um að hún ætti ekki að gefa kost á sér áfram.

Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda

Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því.

Formennska Jóns styrkti ekki Alþýðuflokkinn

,,Fyrr í vikunni ritaði ég grein í Morgunblaðið og rifjaði upp, að formennska Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum styrkti ekki flokkinn, hann mældist með 5% fylgi, þegar hann skreið í skjól Samfylkingarinnar í kosningbandalagi árið 1999," segir Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, á heimasíðu sinni.

Jón Baldvin segir Davíð minna á Hitler í byrginu

Jón Baldvin Hannibalsson varpaði pólitískri sprengju í dag þegar hann krafðist þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir axlaði pólitíska ábyrgð og viki sem formaður Samfylkingarinnar. Hann kvaðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við en ef gera ætti systralag til að hylma yfir ábyrgð væri hann tilbúinn að gefa kost á sér til forystu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×