Fisichella mun standast álagið hjá Ferrari 10. september 2009 15:43 Fisichella brosmildur um borð í Ferrari í fyrsta skipti. mynd: kappakstur.is Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti. Fisichella var kippt frá liði Force India hefur að hafa náð öðru sæti á Spa brautinni fyrir 10 dögum. "Fisihella þarf að nota pressuna sem hann finnur fyrir á jákvæðan hátt. Þá gengur honum allt í haginn og mun upplifa jákvæða tilfinningu", sagði Barrichello, sem hætti á endanum hjá Ferrari. Hann var ósáttur við sérmeðferð sem Schumacher fékk hjá liðinu. "Fyrst þegar ég keyrði með Ferrari leið mér eins og í draumi, en svo verður maður bara að keyra af kappi. Skila árangri. Fisichella er sigurvegari í hjarta sínu og hann hefur verið á sigurbíl áður", sagði Barrichello. Fisichella er nokkuð brattur fyrir fyrsta mót sitt með Ferrari. "Það var draumur að vinna í fyrsta mótinu með Ferrari, en það er enginn leikur að hoppa úr Force India bíl yfir í Ferrari og ná tökum á bílnum. Ég verð fljótur, en verð að taka eitt skref í einu", sagði Fisichella. Rætt er við Fisichella í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Í þættinum spyrna Pétur J'ohann Sigfússon og Ilmur Kristjánsdóttir um brautina í ökuhermi. Sjá allt um Fiischella Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti. Fisichella var kippt frá liði Force India hefur að hafa náð öðru sæti á Spa brautinni fyrir 10 dögum. "Fisihella þarf að nota pressuna sem hann finnur fyrir á jákvæðan hátt. Þá gengur honum allt í haginn og mun upplifa jákvæða tilfinningu", sagði Barrichello, sem hætti á endanum hjá Ferrari. Hann var ósáttur við sérmeðferð sem Schumacher fékk hjá liðinu. "Fyrst þegar ég keyrði með Ferrari leið mér eins og í draumi, en svo verður maður bara að keyra af kappi. Skila árangri. Fisichella er sigurvegari í hjarta sínu og hann hefur verið á sigurbíl áður", sagði Barrichello. Fisichella er nokkuð brattur fyrir fyrsta mót sitt með Ferrari. "Það var draumur að vinna í fyrsta mótinu með Ferrari, en það er enginn leikur að hoppa úr Force India bíl yfir í Ferrari og ná tökum á bílnum. Ég verð fljótur, en verð að taka eitt skref í einu", sagði Fisichella. Rætt er við Fisichella í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Í þættinum spyrna Pétur J'ohann Sigfússon og Ilmur Kristjánsdóttir um brautina í ökuhermi. Sjá allt um Fiischella
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira