Frambjóðendur til Alþingis verða krafðir svara við spurningum sem brenna á þjóðinni strax á eftir kvöldfréttum á Stöð 2. Þá munu þau Heimir Már Pétursson og Sólveig Bergmann spyrja hvernig stoppa eigi upp í 180 milljarða fjárlagagat.
Fyrir hönd stjórnmálaflokkanna mæta eftirtaldir aðilar
Ögmundur Jónasson verður fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
björgvin sigurðsson verður fulltrúi Samfylkingarinnar.
helga sigrún harðardóttir verður fulltrúi Framsóknarflokksins
tryggvi þór herbertsson verður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
karl v matthíasson verður fulltrúi Frjálslynda flokksins
Guðrún María Óskarsdóttir verður fulltrúi Lýðræðishreyfingarinnar
Birgitta Jónsdóttir verður fulltrúi Borgarahreyfingarinnar
Hvernig á að stoppa upp í 180 milljarða fjárlagagat?
