Dauðaslys rætt í Rásmarkinu 23. júlí 2009 08:22 Hið hörmulega dauðaslys í Bretlandi um síðustu helgi verður rætt í Rásmarkinu á Stöð 2 Sport í kvöld. Henry Surtees lést í slysinu, en Kristján Einar Kristjánsson ók með honum í Formúlu 3 í fyrra. Hann verður gestur þáttarins. Langt er síðan dauðaslys hefur orðið í kappakstri, en það varð í nýrri mótaröð sem kallast Formúla 2 og verður málið rætt frá ýmsum hliðum. Ólafur Guðmundsson sem hefur starfað sem Formúlu 1 dómari og í öryggismálum í mörg ár mun leggja sitt á vogarskálarnar í þættinum. Í Rásmarkinu verður einnig fjallað um nýjasta Formúlu 1 sigurvegarann Mark Webber frá ýmsum hliðum, en hann hefur sýnt ótrúlega hörku í uppbyggingu líkamans eftir að hafa fótbrotnað illa í reiðhjólaslysi í vetur. Þá verður keppnislið Red Bull heimsótt, en liðið hefur unnið tvö síðustu mót og hitað upp fyrir kappaksturinn í Ungverjlandi um næstu helgi. Þátturinn á Stöð 2 Sport er á dagskrá kl. 20.00 í kvöld. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hið hörmulega dauðaslys í Bretlandi um síðustu helgi verður rætt í Rásmarkinu á Stöð 2 Sport í kvöld. Henry Surtees lést í slysinu, en Kristján Einar Kristjánsson ók með honum í Formúlu 3 í fyrra. Hann verður gestur þáttarins. Langt er síðan dauðaslys hefur orðið í kappakstri, en það varð í nýrri mótaröð sem kallast Formúla 2 og verður málið rætt frá ýmsum hliðum. Ólafur Guðmundsson sem hefur starfað sem Formúlu 1 dómari og í öryggismálum í mörg ár mun leggja sitt á vogarskálarnar í þættinum. Í Rásmarkinu verður einnig fjallað um nýjasta Formúlu 1 sigurvegarann Mark Webber frá ýmsum hliðum, en hann hefur sýnt ótrúlega hörku í uppbyggingu líkamans eftir að hafa fótbrotnað illa í reiðhjólaslysi í vetur. Þá verður keppnislið Red Bull heimsótt, en liðið hefur unnið tvö síðustu mót og hitað upp fyrir kappaksturinn í Ungverjlandi um næstu helgi. Þátturinn á Stöð 2 Sport er á dagskrá kl. 20.00 í kvöld.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira