Ross Brawn: Titilslagurinn verður heiðarlegur 27. september 2009 09:23 Jenson Button og Rubens Barrichello eru efstir í stigamótinu og aka báðir hjá Brawn liðinu. mynd: kappakstur.is Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins segir að titilslagurinn á milli Jenson Button og Rubens Barrichello verði opinn og heiðarlegur og engar liðsskipanir verði gefnar til að hygla að öðrum ökumanninum. "Við gerum þetta eins hreint og beint og hægt er. Það verður ekki betur hlúð að öðrum fyrr en annar á ekki tölfræðilega möguleika á titlinum", sagði Brawn, en slagurinn um titilinn í ár stendur á milli Button, Barrichello, Sebastian Vettel og Mark Webber. Þeir síðastnefndu er í mun betri stöðu á ráslínu fyrir Singapúr kappaksturinn sem fer fram í dag. Eru í öðru og fjórða sæti á ráslínu, en Brawn menn í því tíunda og tólfta. "Button byrjaði tímabilið betur og Barrichello var í vandræðum með bremsurnar þar til við skiptum um bremsubúnað hjá honun. Þá varð hann -öruggari. Þeir eru svipaðir ökumenn og miðla upplýsingum frjálslega sín á milli og það gera tæknimenn þeirra líka. Þeir munu keppa á jafnréttisgrundvelli til loka mótsins", sagði Brawn en fjögur mót eru eftir. Bein útsending er frá kappakstrinum í Singapúr kl. 11:30 á Stöð 2 Sport, en klukkan 14.15 verður þátturinn Endamarkið og hann er endursýndur kl. 22.00 í kvöld. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins segir að titilslagurinn á milli Jenson Button og Rubens Barrichello verði opinn og heiðarlegur og engar liðsskipanir verði gefnar til að hygla að öðrum ökumanninum. "Við gerum þetta eins hreint og beint og hægt er. Það verður ekki betur hlúð að öðrum fyrr en annar á ekki tölfræðilega möguleika á titlinum", sagði Brawn, en slagurinn um titilinn í ár stendur á milli Button, Barrichello, Sebastian Vettel og Mark Webber. Þeir síðastnefndu er í mun betri stöðu á ráslínu fyrir Singapúr kappaksturinn sem fer fram í dag. Eru í öðru og fjórða sæti á ráslínu, en Brawn menn í því tíunda og tólfta. "Button byrjaði tímabilið betur og Barrichello var í vandræðum með bremsurnar þar til við skiptum um bremsubúnað hjá honun. Þá varð hann -öruggari. Þeir eru svipaðir ökumenn og miðla upplýsingum frjálslega sín á milli og það gera tæknimenn þeirra líka. Þeir munu keppa á jafnréttisgrundvelli til loka mótsins", sagði Brawn en fjögur mót eru eftir. Bein útsending er frá kappakstrinum í Singapúr kl. 11:30 á Stöð 2 Sport, en klukkan 14.15 verður þátturinn Endamarkið og hann er endursýndur kl. 22.00 í kvöld. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira