Viðskipti erlent

Breska efnhagsbrotadeildin skoðar Landsbankann og Kaupþing

Landsbankinn.
Landsbankinn.

Efnahagsbrotadeild Bretlands (SFO) skoðar hugsanleg lögbrot hjá Kaupþingi og Landsbankanum samvkæmt The Daily Telegraph. Um er að ræða þrjú hugsanleg sakamál gegn Kaupþingi og eitt gegn Landsbankanum.

Til þess að hægt sé að ákæra í málunum þarf SFO að sanna að brotin hafi átt sér stað í Bretlandi.

Skriður komst á rannsókn SFO þegar forstjóri þess, Richard Alderman, hitti Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara á Íslandi á dögunum. Síðan þá hafa starfsmenn embættanna tveggja hist á næturfundum og skipts á upplýsingum sem hafa leitt til þessarar skoðunar samkvæmt Telegraph.

Ónefndur starfsmaður sem rætt er við í greininni segist vonast til þess að ákærur verði gefnar út vegna málanna, en það sé langur vegur þangað og margt geti farið úrskeiðis. Þá kemur fram í lok greinarinnar að það hafi hjálpað mikið til eftir að lánabók Kaupþings lak á netið í ágúst.

Rannsókn er ekki formlega hafinn á meintum brotum bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×