Krugman segir að Austurríki sé ekki dauðadæmt efnahafslega 16. apríl 2009 10:03 MYND/AP Paul Krugman prófessor við Princeton háskólann og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði 2008 segir að Austurríki sé ekki dauðadæmt í efnahagsmálum þrátt fyrir alvarlega áhættu af lánum banka landsins til þjóða í Austur-Evrópu. Austurríki sé ekki eins yfirgengilega skuldsett og Ísland og jafnvel Írland. „Hinsvegar gæti Austurríki neyðst til að bjarga bönkum sínum og slíkt muni setja mikinn þrýsting á efnahag landsins," segir Krugman á bloggsíðu sinni hjá New York Times. Fyrri yfirlýsingar Krugman um slæma stöðu Austurríkis hafa valdið miklum taugatitringi þar í landi. Krugman sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að hætta væri á þjóðargjaldþroti Austurríkis vegna bankalánanna til Austur-Evrópu. Austurrísk stjórnvöld brugðust við þessu með því að segja að yfirlýsingar Krugman byggðu á óstaðfestum upplýsingum og gætu skaðað orðstír landsins. Nú hefur Krugman sumsé dregið aðeins í land en segir þó að hættan sé enn til staðar nú þegar Evrópu glímir við verstu gjaldmiðlakreppu í sögu sinni. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Paul Krugman prófessor við Princeton háskólann og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði 2008 segir að Austurríki sé ekki dauðadæmt í efnahagsmálum þrátt fyrir alvarlega áhættu af lánum banka landsins til þjóða í Austur-Evrópu. Austurríki sé ekki eins yfirgengilega skuldsett og Ísland og jafnvel Írland. „Hinsvegar gæti Austurríki neyðst til að bjarga bönkum sínum og slíkt muni setja mikinn þrýsting á efnahag landsins," segir Krugman á bloggsíðu sinni hjá New York Times. Fyrri yfirlýsingar Krugman um slæma stöðu Austurríkis hafa valdið miklum taugatitringi þar í landi. Krugman sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að hætta væri á þjóðargjaldþroti Austurríkis vegna bankalánanna til Austur-Evrópu. Austurrísk stjórnvöld brugðust við þessu með því að segja að yfirlýsingar Krugman byggðu á óstaðfestum upplýsingum og gætu skaðað orðstír landsins. Nú hefur Krugman sumsé dregið aðeins í land en segir þó að hættan sé enn til staðar nú þegar Evrópu glímir við verstu gjaldmiðlakreppu í sögu sinni.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira