Samið um skuldir West Ham, Straumur leggur til milljarð 22. nóvember 2009 12:05 CB Holding hefur endursamið um skuldir við lánadrottna enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og er fjárhagur félagsins nú kominn á traustari grundvöll en hann var. Straumur, meirihlutaeigandi CB Holding, lagði fram 5 milljónir punda, eða rúmlega milljarð kr. Í nýju fé til West Ham. Í ítarlegri umfjöllun um málefni West Ham í blaðinu Telegraph segir að bankarnir sem samið var við um skuldirnar hafi krafist þess að Straumur legði fram fyrrgreinda upphæð til að sýna góðan vilja sinn "goodwill" í garð lánadrottnanna. Eftir samkomulagið standa skuldir West Ham nú í 38 milljónum punda og eru taldar vel viðráðanlegar í ljósi þess að West Ham veltir í kringum 90 milljónum punda á ári. Hvað hugsanlega sölu á West Ham varðar er búið að ræða við a.m.k. þrjá aðila. Einn þeir er David Sullivan fyrrum eigandi Birmingham og David Gold viðskiptafélagi hans. Annar er Tony Fernandes fjárfestir í Malasíu og sá þriðji er hópur fjárfesta undir merkjum Intermarket Group. Fernandes er stofnandi Air Asia og mikill stuðningsmaður West Ham. Hann þykir hafa komist næst því að kaupa West Ham og var málið raunar komið svo langt á tímabili að hann var kynntur fyrir Giancarlo Zola framkvæmdastjóra félagsins. Andrew Bernhardt stjórnarformaður West Ham flaug til Kuala Lumpur fyrr í ár til að ganga frá kaupunum en þau strönduðu á ósamkomulagi um kaupverðið. Fernandes hefur þó enn áhuga og hefur verið í sambandi við Bernhardt síðan. Ekki er talin vera eins mikill áhugi að baki áformum hinna tveggja aðilanna á að kaupa West Ham. Raunar greindi Fréttastofa frá því nýlega að Sullivan vildi fá 50% hlut í West Ham að gjöf gegn því að setja 40 milljónir punda í nýju fé í rekstur félagsins. Talið er að Sullivan og Gold annarsvegar og Intermarket Group hafi talið að staða West Ham væri verri en hún er í rauninni og að þeir gætu því fengið félgið fyrir slikk. Þeir hafi í raun talið að Bernhard væri að "blöffa" þá, svo gripið sé til pókermáls. Telegraph segir að ástæða sé til þess að halda að það hafi Bernhard ekki verið að gera. Blaðið tekur fram að Straumur hafi verið að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum og að sú þróun hjálpi West Ham. Ef Straumur væri neyddur til að selja West Ham hefði sú sala farið fram fyrir löngu. Straumur sé að endurskipuleggja rekstur sinn á Íslandi og von sé til að bankinn komist brátt úr greiðslustöðvun. Áframhaldandi viðræður við kröfuhafa eru til merkis um það og allar líkur á að greiðslustöðvunin verði framlengd í desember. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
CB Holding hefur endursamið um skuldir við lánadrottna enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og er fjárhagur félagsins nú kominn á traustari grundvöll en hann var. Straumur, meirihlutaeigandi CB Holding, lagði fram 5 milljónir punda, eða rúmlega milljarð kr. Í nýju fé til West Ham. Í ítarlegri umfjöllun um málefni West Ham í blaðinu Telegraph segir að bankarnir sem samið var við um skuldirnar hafi krafist þess að Straumur legði fram fyrrgreinda upphæð til að sýna góðan vilja sinn "goodwill" í garð lánadrottnanna. Eftir samkomulagið standa skuldir West Ham nú í 38 milljónum punda og eru taldar vel viðráðanlegar í ljósi þess að West Ham veltir í kringum 90 milljónum punda á ári. Hvað hugsanlega sölu á West Ham varðar er búið að ræða við a.m.k. þrjá aðila. Einn þeir er David Sullivan fyrrum eigandi Birmingham og David Gold viðskiptafélagi hans. Annar er Tony Fernandes fjárfestir í Malasíu og sá þriðji er hópur fjárfesta undir merkjum Intermarket Group. Fernandes er stofnandi Air Asia og mikill stuðningsmaður West Ham. Hann þykir hafa komist næst því að kaupa West Ham og var málið raunar komið svo langt á tímabili að hann var kynntur fyrir Giancarlo Zola framkvæmdastjóra félagsins. Andrew Bernhardt stjórnarformaður West Ham flaug til Kuala Lumpur fyrr í ár til að ganga frá kaupunum en þau strönduðu á ósamkomulagi um kaupverðið. Fernandes hefur þó enn áhuga og hefur verið í sambandi við Bernhardt síðan. Ekki er talin vera eins mikill áhugi að baki áformum hinna tveggja aðilanna á að kaupa West Ham. Raunar greindi Fréttastofa frá því nýlega að Sullivan vildi fá 50% hlut í West Ham að gjöf gegn því að setja 40 milljónir punda í nýju fé í rekstur félagsins. Talið er að Sullivan og Gold annarsvegar og Intermarket Group hafi talið að staða West Ham væri verri en hún er í rauninni og að þeir gætu því fengið félgið fyrir slikk. Þeir hafi í raun talið að Bernhard væri að "blöffa" þá, svo gripið sé til pókermáls. Telegraph segir að ástæða sé til þess að halda að það hafi Bernhard ekki verið að gera. Blaðið tekur fram að Straumur hafi verið að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum og að sú þróun hjálpi West Ham. Ef Straumur væri neyddur til að selja West Ham hefði sú sala farið fram fyrir löngu. Straumur sé að endurskipuleggja rekstur sinn á Íslandi og von sé til að bankinn komist brátt úr greiðslustöðvun. Áframhaldandi viðræður við kröfuhafa eru til merkis um það og allar líkur á að greiðslustöðvunin verði framlengd í desember.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira