Fótbolti

Ambrosini fyrirliði AC Milan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leonardo, þjálfari AC Milan.
Leonardo, þjálfari AC Milan.

Mánuði eftir ráðninguna er enn fólk sem varla trúir því að Leonardo sé nýr þjálfari AC Milan. Hann sjálfur er einn af þeim.

Leonardo er 39 ára og sem leikmaður sló hann í gegn sem sókndjarfur miðjumaður. Hann hafði þó enga reynslu í þjálfun þegar eitt stærsta félagslið heims ákvað að bjóða honum stjórnartaumana.

„Það er að byrja nýr kafli í minu lífi. Ég fylgdist mjög vel með störfum Carlo Ancelotti þegar hann stýrði liðinu og var í nánu sambandi við hann. Það er mikill heiður að taka við hans starfi," sagði Leonardo.

„Ég hef talað mjög mikið við Paolo Maldini síðan ég var ráðinn og sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa stokkið á þetta verkefni," sagði Leonardo sem hefur útnefnt Massimo Ambrosini sem fyrirliða liðsins og tekur hann því við bandinu af Maldini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×