Seðlabankinn vildi lækka stýrivexti 29. janúar 2009 11:03 Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Mynd/GVA Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabankans í Peningamálum, sem birt var á vef bankans í dag. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er tæpt á stöðu mála. Þá segir að frá því síðasta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti var kynnt og bankinn birti spár sérfræðinga sinna í byrjun nóvember í fyrra hafi ýmsir þætti efnahagsmála skýrst, þótt óvissa sé eðli málsins samkvæmt enn afar mikil. Bankinn segir að þrátt fyrir aðgerðir sé raungengið enn mjög lágt og langt undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir tíu prósenta styrkingu síðasta hálfa mánuðinn. Það er undir væntingum bankans. Þá segir að samfara vaxandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd séu forsendur fyrir umtalsverðri gengishækkun. Á móti vegi að viðskiptakjör hafi versnað nokkuð, á sumum sviðum verulega þar sem hagvöxtur hafi almennt dregist saman í viðskiptalöndum Íslands. Bankinn segir svo virðast sem verðbólga hafi nú náð hámarki og reiknar með að hún muni gefa hratt eftir í ár. Verði hún komin nálægt 2,5 prósentum að ári. Bankastjórnin taldi að með hjaðnandi verðbólgu muni gefast færi á að lækka stýrivexti töluvert hratt án þess að stefna markmiðlum bankans í gengis- og verðlagsmálum í tvísýnu. Afstaðan var kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri sjóðsins hvatt hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum, meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. „Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum," líkt og segir í stefnuyfirlýsingunni. Peningamál Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabankans í Peningamálum, sem birt var á vef bankans í dag. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er tæpt á stöðu mála. Þá segir að frá því síðasta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti var kynnt og bankinn birti spár sérfræðinga sinna í byrjun nóvember í fyrra hafi ýmsir þætti efnahagsmála skýrst, þótt óvissa sé eðli málsins samkvæmt enn afar mikil. Bankinn segir að þrátt fyrir aðgerðir sé raungengið enn mjög lágt og langt undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir tíu prósenta styrkingu síðasta hálfa mánuðinn. Það er undir væntingum bankans. Þá segir að samfara vaxandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd séu forsendur fyrir umtalsverðri gengishækkun. Á móti vegi að viðskiptakjör hafi versnað nokkuð, á sumum sviðum verulega þar sem hagvöxtur hafi almennt dregist saman í viðskiptalöndum Íslands. Bankinn segir svo virðast sem verðbólga hafi nú náð hámarki og reiknar með að hún muni gefa hratt eftir í ár. Verði hún komin nálægt 2,5 prósentum að ári. Bankastjórnin taldi að með hjaðnandi verðbólgu muni gefast færi á að lækka stýrivexti töluvert hratt án þess að stefna markmiðlum bankans í gengis- og verðlagsmálum í tvísýnu. Afstaðan var kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri sjóðsins hvatt hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum, meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. „Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum," líkt og segir í stefnuyfirlýsingunni. Peningamál
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira