Viðskipti erlent

Tuttugu Danir verða atvinnulausir á hverjum klukkutíma

Atvinnuleysi eykst nú svo hratt í Danmörku að um tuttugu Danir missa nú vinnu sína á hverjum klukkutíma eða að jafnaði einn á þriðju hverju mínútu.

Samkvæmt frétt á börsen um málið hefur danska verkalýðshreyfingin aldrei séð jafnmikið atvinnuleysi á jafnskömmum tíma og nú. Frá því í byrjun febrúar hafa 6.000 Danir misst vinnu sína.

Reiknað er með að atvinnulausum fjölgi um 3.000 manns í hverri viku eins og staðan er nú eða um 20 á klukkustund.

Bæði verkalýðsfélögin og vinnuveitendur í Danmörku gera nú kröfu til danskra stjórnvalda um að þau geri sitt til að draga úr þessari þróun og bjarga þeim störfum sem hægt er að bjarga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×