Viðskipti erlent

Rússar skrúfa frá gasinu til Evrópu á morgun

Evrópubandalagið og Rússland hafa komist að samkomulagi um gasflutninga til ERvrópu og munu Rússar skrúfa frá gasinu til Evrópu klukkan sjö í fyrramálið. Þetta kemur fram á Reuters fréttaveitunni.

Reuter hefur eftir Andris Piebalgs orkumálastjóra ESB að öllum kröfum Rússa hafi verið svarað. Og Alexander Medvedev forstjóri Gazprom segir að allt sé klárt til að setja gasflutningana í gang að nýju. "Við erum búnir að skrifa undir samninginn," segir Medvedev.

Eins og kunnugt er af fréttum skrúfuðu Rússar fyrir gasflutninga til austurhluta Evrópu fyrir helgina sökum deilna við Úkraníumenn um greiðslur fyrir gas. Leiðslurnar til Evrópu liggja um Úkraníu.

Þetta kom sér sérlega illa fyrir nokkrar þjóðir Evrópubandalagsins eins og t.d. Rúmeníu, Tékkland og Búlgaríu sem nota gas að stórum hluta til húshitunar. Og miklar vetrarhörkur eru nú á þessum slóðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×