Lewis Hamilton: Hef lært af mistökunum 23. maí 2009 07:44 Hamilton var meðal fremstu manna á æfingum í Mónakó og ekur í tímatökum í hádeginu í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu. Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu.
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira