Button: Engin pressa að vinna titilinn 15. október 2009 18:22 Sebastian Vettel, Jenson Button og Rubens Barrichello geta allir orðið meistarar í Formúlu 1. m Jenson Button segir að engin pressa sé á honum að vinna meistaratitilinn í Formúlu 1 um helgina. Ef hann nær þriðja sæti þá verður hann meistari í fyrsta skipti, eða ef Rubens Barrichello eða Sebastian Vettel falla úr leik. "Vettel segir að pressan sé á okkur, en við erum í sama báti. Við erum að berjast um titilinn, ég, Vettel og Barrichello. Þetta er spennandi staða en ég er með forskotið sem þeir þurfa að vinna upp", sagði Button á blaðamannfundi í Brasilíu í dag. "Ég vaknaði með bros á vör í morgun, vitandi það að ég get orðið heimsmeistari á sunnudaginn. Ég er bara jákvæður. Ég tel að ég sé með bílinn til að klára dæmið. Ég hef aldrei mætti í keppni bara til að klára í stigasæti, en ekki til að sigra. Ég reyni allt til að vinna og hef leitt meistaramótið frá upphafi", sagði Button. Hann hefur legið undir ámæli fyrir að sækja ekki á lokasprettinum, en hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins en síðan ekki söguna meir. Fjallað er um Formúlu 1 á víðum grundvelli í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button segir að engin pressa sé á honum að vinna meistaratitilinn í Formúlu 1 um helgina. Ef hann nær þriðja sæti þá verður hann meistari í fyrsta skipti, eða ef Rubens Barrichello eða Sebastian Vettel falla úr leik. "Vettel segir að pressan sé á okkur, en við erum í sama báti. Við erum að berjast um titilinn, ég, Vettel og Barrichello. Þetta er spennandi staða en ég er með forskotið sem þeir þurfa að vinna upp", sagði Button á blaðamannfundi í Brasilíu í dag. "Ég vaknaði með bros á vör í morgun, vitandi það að ég get orðið heimsmeistari á sunnudaginn. Ég er bara jákvæður. Ég tel að ég sé með bílinn til að klára dæmið. Ég hef aldrei mætti í keppni bara til að klára í stigasæti, en ekki til að sigra. Ég reyni allt til að vinna og hef leitt meistaramótið frá upphafi", sagði Button. Hann hefur legið undir ámæli fyrir að sækja ekki á lokasprettinum, en hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins en síðan ekki söguna meir. Fjallað er um Formúlu 1 á víðum grundvelli í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira