OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum 3. september 2009 12:11 OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira