OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum 3. september 2009 12:11 OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira